Þú þarft að hlaupa 13 km eftir hamborgaraát

Henrik Duer hvetur fólk á ferðinni til að huga vel …
Henrik Duer hvetur fólk á ferðinni til að huga vel að hádegismatnum. Skáskot af vef Jyllandsposten

Henrik Duer, heilsu og næringarsérfræðingur Jyllandsposten, hvetur fólk á ferðinni til að velja sér hádegismatinn skynsamlega. 

Fullt af fólki kaupir sér hádegismat á skyndibitastöðum eða annarsstaðar þar sem maturinn er fljótafgreiddur. Það borgar sig þó að hugsa aðeins út í hvað er verið að borða. 

Henrik tekur hér dæmi um hamborgara og franskar frá MacDonalds. Í einum Big Mac með frönskum eru 1000 hitaeiningar. Ef 80 kílóa þung manneskja ætlaði að brenna 1000 hitaeiningum þyrfti hún að hlaupa 13 kílómetra eftir eina svona máltíð. 

Henrik segir að það sé skynsamlegra að velja sér grófa beyglu með kjúkling, hún innihaldi um 600 hitaeiningar. 

Besti valkosturinn er samt kjúklingasalatið því það inniheldur aðeins 500 hitaeiningar, eða helminginn af hitaeiningamagninu í hamborgara og frönskum. 

Venjulegur karlmaður sem hreyfir sig lítið yfir daginn á að reikna með að borða um 2000 hitaeiningar á dag. Spurningin er - Hvað velur þú? 

<script src="http://frontend.xstream.dk/jptv/player/embed?id=43520&amp;targetId=embedPlayerHere43520&amp;flashVars=%7B%22shareUrl%22%3A%22http%3A%2F%2Fjyllands-posten.dk%2F%3Fservice%3Diframe%22%2C%22GSEncoding%22%3A%22utf-8%22%2C%22commercial%22%3A%221%22%2C%22enablestagevideo%22%3A%220%22%2C%22autoplay%22%3A%221%22%2C%22target%22%3A%22xstreamPlayer%22%2C%22height%22%3A%22350%22%2C%22vpDomain%22%3A%22http%3A%2F%2Fdk-jyllandsposten.videoplaza.tv%22%2C%22width%22%3A%22620%22%2C%22id%22%3A%2243520%22%2C%22locale%22%3A%22da_DK%22%2C%22GSIdentifier%22%3A%22AqTqyG_LdvUcA.ZmjvvUtcWmXrF14O7_4JNe1Z_2yIj.S7%22%2C%22vpFlags%22%3A%22%22%2C%22vpTags%22%3A%22%22%2C%22GSHitcollector%22%3A%22http%3A%2F%2Fpro.hit.gemius.pl%22%2C%22cuePoints%22%3A%22%22%2C%22xstreamId%22%3A%2243520%22%2C%22v%22%3A%22_6.14.8%22%2C%22GSCustomPackage%22%3A%22W3sibmFtZSI6IkpQX3BsYXllciIsInZhbHVlIjoiTWFpbiJ9XQ%3D%3D%22%7D&amp;flashParams=null&amp;flashAttributes=null&amp;width=620&amp;height=350&amp;locale=da_DK"></script><div id="embedPlayerHere43520"></div><div id="embedded-remove"> </div>
Þú þarft að hlaupa 13 kílómetra til að brenna einum …
Þú þarft að hlaupa 13 kílómetra til að brenna einum svona. Hefurðu tíma til þess? Skjáskot af heimasíðu Jyllandsposten
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál