Sykurlaus áskorun

Unnur Elva Arnardóttir.
Unnur Elva Arnardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég verð að fá að deila þessu með ykkur, ég var valin í 5 manna hóp heilsuátaks Mörtu Maríu og Hreyfingu næstu 10 vikurnar, fjölskyldu minni til mikillar ánægju og gleði. Í þeirra eyrum hefur eftirfarandi setning hljómað aðeins of oft „ég er orðin of feit og þarf að gera eitthvað í því“ en viti menn ekkert gerðist,“ segir Unnur Elva Arnardóttir í sínum fyrsta pistli. 

„Það sem vekur mestan áhuga minn er að fara að borða rétt og taka sykurlausri áskorun. Eftir frábæran pistil hjá Hreyfingu um mataræði ákvað ég að taka sykurlausri áskorun Mörtu Maríu, en það er bara ekki svo einfalt. Þegar ég kom heim og opnaði ísskápinn minn þá fann ég tvær tegundir sem ekki innihéldu sykur, það voru egg og pestó sem ég átti, allt annað var með sykri, beikon, kjúklingabringur svo eitthvað sé nefnt.

Nú tekur við veruleg áskorun við að fara að kaupa sykurlausan mat, en spurning mín til ykkar er er það hægt? Jú, auðvitað er það hægt það er fullt af fólki sem hefur tileinkað sér þennan lífsstíl og lifir góðu lífi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál