Missti 122 kíló og safnar fyrir strekkingu

Matt Diaz safnar sér fyrir aðgerð sem miðar að því …
Matt Diaz safnar sér fyrir aðgerð sem miðar að því að sníða honum "húðstakk" eftir vexti. Mynd: Youtube

Hinn 22 ára gamli grínisti, rithöfundur og aktívisti Matt Diaz er með hugrakkari mönnum en þetta myndband birti hann af sér á Tumblr í þeim tilgangi að safna sér fyrir aðgerð.

Matt Diaz, sem býr í Brooklyn í Bandaríkjunum, var offitusjúklingur. Hann fór í hjáveituaðgerð og missti við það 122 kíló. Húð hans gekk ekki til baka nema að litlu leyti eftir þyngdaraukinguna en þetta segir hann hafa haft mikil áhrif á sjálfsmyndina. Til dæmis fer Diaz ekki úr að ofan þegar hann stundar kynlíf.

Til að ráða bót á málinu setti Diaz af stað söfnun hjá GoFundMe þar sem hann safnar sér fyrir aðgerð sem miðar að því að þrengja húðina að líkamanum. Með öðrum orðum, að sníða honum stakk eftir vexti. 

Til að útkoman verði sem best þarf ungi maðurinn að fara í nokkrar aðgerðir og miðað við hvernig gengið hefur að safna mun þetta verða honum hægur vandi. Þegar hafa safnast 6,5 milljónir enda einlægni og hugrekki unga mannsins aðdáunarvert sem sagðist í viðtali við New York Daily News, neita að taka þátt í því að hata sinn eigin líkama og að það væri ekkert að því að vilja breytast. 

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/EU__9ZU3JpM?rel=0&amp;showinfo=0" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
Ungi maðurinn missti 122 kíló eftir hjáveituaðgerð.
Ungi maðurinn missti 122 kíló eftir hjáveituaðgerð. Mynd: Matt Diaz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál