Hvers vegna situr Sigrún Lóa alltaf á hakanum?

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir er ein skipulagðasta kona landsins en samt er alltaf allt í óskipulagi þegar kemur að henni sjálfri.

„Ég hef alltaf talið mig mjög skipulagða mannveru. Heimili mitt er skipulagt, allt á sinn stað og stöðu á heimilinu, börnin mæta á réttum tíma í skólann með sitt nesti og rétt vinnutól í töskunum. Fötin mín eru röðuð í litaröð í fataherberginu og herbergi barna minna eru skipulögð í hólfum og boxum. Já, ég er skipulögð,“ segir Sigrún Lóa í sínum nýjasta pistli og bætir því við að hún skilji eiginlega ekkert í því hvers vegna hún setur sjálfa sig alltaf í síðasta sætið.

„Ég skipulegg ekki mataræði mitt, ákveð ekki fram í tímann að hreyfa mig, set alltaf sjálfa mig í síðasta sæti. En hingað og ekki lengra! Nú er komið að mér. Lífsstíll krefst skipulagningar. Ég þarf að skipuleggja næsta dag til að allt fari eins og það á að fara og það gengur bara vel. Ég er núna númer eitt allir aðrir í fjölskyldunni hafa átt forgang. Nú vel ég fram í tímann hvað ég ætla að hafa í nesti, hvað ég borða í morgunmat, hádegi, millimál og á kvöldin, versla inn í samræmi við það, passa að undirbúa morgundaginn kvöldinu áður. Ég vissi þetta alveg, margir búnir að segja mér þetta og ég hef lesið um þetta í gegn um tíðina en aldrei farið alla leið. Það sem mest kemur á óvart að óreiðan í sjálfri mér en að róast. Ég þarf ekki lengur að hlaupa út í búð að kaupa eitthvað sem vantar og lenda í óhollustupúkanum í leiðinni. Allt er komið í boxin í ísskápnum og tilbúið ! Skipulagning er málið og ég klára viku 2 með stæl,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál