Dreymir um að komast undir 70 kg

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir.
Sigríður Ásta Hilmarsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir er ein af þeim fimm sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.

Aldur: 32.

Starf: Heilsunuddsnemi og móðir.

Hjúskaparstaða: Í sambúð.

Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Ég fór að þyngjast fyrir alvöru þegar ég hætti að æfa fótbolta 17 ára. Hef samt sem áður aldrei verið nein mjóna og alltaf svolítið mjúk.

Hvað hefur það, að vera ekki alveg í kjörþyngd, haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Það hefur mest áhrif á sjálfsálit, sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Mig dreymir um að stofna fyrirtæki en skortir þorið og trúna á að það geti gengið upp hjá mér.

Hvað myndir þú vilja vera þung? Mig langar að verða 65 kg í góðu formi. Stefni á að komast undir 70 kg á þessum 10 vikum.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Dætur mínar tvær, maðurinn minn og nánasta fjölskylda.

Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur? Ég ætla að taka einn dag í einu og setja raunhæf markmið. Fjölskyldan mín er yndisleg og styður við bakið á mér í einu og öllu og þau hvetja mig áfram. Það er líka ótrúleg forréttindi að fá að æfa með hinum fjórum sem eru í átakinu með mér. Með allan þennan stuðning get ég allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál