Var strítt vegna holdafarsins

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir varð fyrir mikilli stríðni í grunnskóla vegna vaxtarlagsins sem hefur gert það að verkum að hún hefur alltaf verið óörugg með sig.

Aldur: 49 ára í sumar.

Starf: Þjónustufulltrúi hjá Borgun hf.

Hjúskaparstaða: Gift Steinari Stephensen kennara.

Hvenær byrjaðir þú að þyngjast? Ég byrjaði að þyngjast svona 12 ára á kynþroskaskeiðinu. Um fermingu kom í ljós að mig vantaði vaxtarhormón og stækkaði ekki og þá fitnaði ég mikið. Ég fékk læknishjálp en hef síðan samt verið í yfriþyngd.

Hvað hefur það, að vera ekki alveg í kjörþyngd, haft í för með sér og hefur það aftrað þér frá því að láta drauma þína rætast? Já, ég varð fyrir mikilli stríðni í grunnskóla vegna vaxtarlagsins og hef alltaf verið óörugg með sjálfa mig. Held að fólk kunni ekki að meta mig og eins með að sækja um vinnu, það hefur oft reynst mér erfitt, vantar hugrekkið, á erfitt með að taka hrósi, er feimin við líkama minn og að horfa í spegil og vera sátt við mig, vantar alltaf einhverja viðurkenningu. Hef ekki getað klætt mig eins og ég vil, langar að vera smart og fylgja tískunni en það er ekki hægt með 30 aukakíló og þurfa að kaupa föt í yfirstærðum sem eru ekki smart.

Hvað myndir þú vilja vera þung? Ég væri sátt við sjálfa mig í 65 kg.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Það sem veitir mér mesta lífsfyllingu er að vera umkringd fjölskyldunni, heilbrigði, jákvæðni og umfram allt að vera sátt í eigin skinni.

Hvernig ætlar þú að fara að því að komast í gegnum þessar 10 vikur?

Næstu 10 vikur munu einkennast af skipulagningu, heiðarleika gagnvart sjálfri mér, jákvæðni og dugnaði. Ég þarf á hverjum degi, oft á dag, að minna mig á að takast á við daginn í sátt við sjálfa mig og muna að þetta á allt bara eftir að skilja eftir góða hluti. Ég einblíni líka á það sem mig hefur ALLTAF dreymt um; að vera í kjörþyngd og halda henni, og nú hef ég engar afsakanir þar sem mér er rétt tækifærið beint í faðminn og hann er GALOPINN.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál