Kostir þess að eiga góðan ræktarfélaga

Þeir sem hjóla með vini eru rólegri eftir æfinguna heldur …
Þeir sem hjóla með vini eru rólegri eftir æfinguna heldur en þeir sem hjóla einir. AFP

Líkamsrækt og góðir vinir. Tveir hlutir sem hafa afar góð áhrif á líkama og sál og er þá ekki tilvalið að blanda þeim saman? Hérna kemur listi af Shape.com yfir nokkra kosti þess að eiga góðan ræktarfélaga sem kemur þér í rétta gírinn.

Það verður skemmtilegra í ræktinni

Rannsóknir hafa sýnt fram á að þeir sem stunda líkamsrækt með til dæmis vini, maka eða samstarfsfélaga skemmta sér betur í ræktinni heldur en þeir sem eru einir. Þetta segir sig sjálft, það er alltaf gaman í góðra vina hópi.

Það eru minni líkur á að þú slasir þig

Vinir hjálpast að, líka í ræktinni. Ræktarfélaginn getur fylgst með þér og sagt þér hvort að þú sért að gera æfinguna rétt eða rangt.

Þú finnur minna fyrir stressi

Fólk sem hjólar í ræktinni í 30 mínútur ásamt vini finnur fyrir meiri ró heldur en sá sem gerir það einn. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar sem birtust í International Journal of Stress Management. Þá var greint frá því að ræktarvinir þurfa ekki að spjalla saman allan tímann, samveran ein og sér dugar til að veita innblástur og draga úr stressi.

Þú reynir meira á þig

Heldur þú að ræktarfélaginn þinn sé í betra formi en þú? Gott. Rannsókn sem unnin var við háskólann í Kansas leiddi í ljós að þeir sem stunda líkamsrækt með einhverjum sem er í góðu formi reyna um helmingi meira á sig. Flest fólk er með keppnisskap sem gerir það að verkum að það leggur harðar að þér þegar það sér samkeppni.

Þú hættir við að sleppa rækt

Það getur verið erfitt að drattast einn í ræktina dag eftir dag og þá er hætta á að maður freistist til að sleppa því. En þegar þú veist að vinur þinn bíður eftir þér verður erfiðara að sleppa ræktinni. Góður ræktarfélagi er góð hvatning.

Þú nærð markmiðunum fyrr

Tvö seinustu atriði verða til þess að þú nærð markmiðum þínum fyrr. Þú gerir meira og mætir betur, það segir sig sjálft.

Þú stundar meira kynlíf

Þetta atriði stenst reyndar bara ef ræktarfélaginn þinn er maki þinn. Þau líkamlegu einkenni sem fólk finnur fyrir eftir ræktina; rjóðar kinnar, ör hjartsláttur og aukið adrenalín minnir óneitanlega á kynferðislega örvun. Þetta veldur því gjarnan að fólk á auðveldara með að komast í stuð í bólinu eftir að hafa verið í ræktinni.

Þú kemst upp úr gömlu hjólförunum

Þegar fólk stundar líkamsrækt eitt síns liðs er hætta á að fólk festist í sömu hjólförunum og geri sömu æfingarnar aftur og aftur. En góður ræktarfélagi stingur upp á nýjum æfingum og veitir þér innblástur. Þetta gerir líkamsræktina skilvirkari og áhugaverðari.

Það er vænlegt til vinnings að stunda líkamsrækt með vini.
Það er vænlegt til vinnings að stunda líkamsrækt með vini. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál