Dáðust að „megrunarmyndum“ anorexíusjúklings

Svona birtust myndir Anne Marie Sengillo á The Chive.
Svona birtust myndir Anne Marie Sengillo á The Chive.

Anne Marie Sengillo bjó til myndaalbúm á samfélagsmiðlinum Imgur til að deila með öðrum notendum árangri sínum. Albúmið kallaði hún: „Bati minn frá átröskun“ og í albúminu voru árangursmyndir sem sýndu augljóslega hversu vel Sengillo hafði gengið að ná tökum á anorexíu.

En Sengillo brá heldur betur í brún þegar hún komst af því að á heimasíðunni The Chive höfðu tvær árangursmyndir hennar verið birtar í vitlausri röð. Fyrirsögn myndanna gaf þá í skyn að Sengillo hefði náð ótrúlegum árangri í megrun.

Sjúkdómurinn hefur haft mikil áhrif á Sengillo, bæði heilsufarsleg og fjárhagsleg áhrif. Sengillo er því ósátt við að The Chive noti myndirnar af henni í öðrum tilgangi en að vara við sjúkdómnum. Allt í einu var fólk farið að dást að „árangri hennar“ í megrun. Sengillo var sérstaklega reið vegna málsins í ljósi þess að hún hafði birt ítarlegar upplýsingar með hverri mynd þannig að það færi ekki á milli mála um hvað myndaserían snerist.

Varði fimm klukkustundum á dag í ræktinni

„Upprunaleg þyngd mín. Um 68 kíló árið 2006,“ sagði undir fyrstu myndinni. „Andlát föður míns og önnur áföll urðu til þess að megrunun fór úr böndunum,“ sagði Sengillo við myndaalbúmið og lýsti því svo hvernig hún varði fimm klukkustundum á dag í ræktinni og innbyrgði aðeins 500 kaloríur á dag.

„Ég vil ekki vera öðrum innblástur vegna sjúkdóms sem dró mig næstum til dauða. Anorexía tók bestu ár lífs míns frá mér,“ sagði Sengillo í viðtali við Daily Mail.

„Megrunarmyndir“ Sengillo hafa nú verið fjarlægðar af The Chive og forsvarsmenn síðunnar sendu frá sér aföskunarbeiðni. Þeir kváðust ekki hafa haft hugmynd að hún hefði þjáðst af átröksun.

Svona lítur Anne Marie Sengillo út í dag.
Svona lítur Anne Marie Sengillo út í dag. www.imgur.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál