Sleppa ræktinni vegna ótta við teygjuefni

Sumar konur eru hræddar við að klæðast þröngum fötum úr …
Sumar konur eru hræddar við að klæðast þröngum fötum úr teygjuefni.

Fólk finnur sér ýmsar afsakanir til að sleppa við ræktina. Þreyta, tímaþröng, peningaleysi...allt eru þetta vinsælar afsakanir sem fólk nýtir sér til að komast undan því að stunda hreyfingu. En samkvæmt nýrri könnun er ótti við þröngt teygjuefni ein helsta orsök þess að konur sleppa ræktinni.

Það voru ráðamenn fatamerkisins Curves Australia sem framkvæmdu könnunina. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að kvíði er einn helsti orsakavaldur þess að fólk vill ekki fara í ræktina. Um 1200 konur tóku þátt í könnuninni.

Um 50% svarenda kváðust óttast það að líta illa út í þröngu teygjuefni, óttinn væri það mikill að þátttakendur voru margir tilbúnir að sleppa því alfarið að hreyfa sig. Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að fólk sem forðast ræktina er gjarnan hrætt um hvað öðrum finnst um það.

Flókin tæki og tól fæla fólk frá

Önnur könnun á vegum Fitness First gaf þá til kynna að stór hluti þess fólks sem vill ekki fara í ræktinni finnur fyrir óyfirstíganlegum ótta við flókin tæki og tól sem finnast í ræktinni. Um 24% þátttakenda svöruðu því þá að þeir teldu sig ekki vera í nógu góðu formi til að stunda hreyfingu í líkamsræktarstöð.

Ef marka má þessar niðurstöður virðist kvíði vera helsti orsakavaldurinn fyrir því að fólk vill ekki fara í ræktina, ekki leti eins og margir hefðu eflaust giskað á.

Sálfræðingurinn Bernadatte Bywater segir samfélagsmiðla og frægt fólk ýta undir kvíða sem fólk finnur gjarnan fyrir í ræktinni en konur á aldrinum 18-24 virðast finna fyrir mestum kvíða. „Þessi heimur er í hávegum hafður, þar sem líkamsþyngd skiptir mestu máli. Þetta eru fyrirmyndir ungs fólks og það lítur upp til þeirra í staðin fyrir að hvetja hvort annað í íþróttum. Það einblínir bara á útlitið, “ sagði Bywater í viðtali við Daily Mail.

Margt fólk vill ekki fara í ræktina vegna þess að …
Margt fólk vill ekki fara í ræktina vegna þess að það er hrætt við að hreyfa sig fyrir framan aðra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál