Gwyneth Paltrow klikkaði á 29$-áskoruninni

Gwyneth Paltrow reyndi að kaupa hollan mat sem átti að …
Gwyneth Paltrow reyndi að kaupa hollan mat sem átti að endast í heila viku fyrir 29 dollara. Goop.com/ AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow viðurkennir að hafa mistekist í 29$-áskoruninni sem hún byrjaði í fyrir stuttu. Áskorunin snýst um það að eyða aðeins 29 dollurum, sem gerir um 3.900 krónur, í mat á viku fyrir sig og börnin sín tvö.

Paltrow segir áskorunina hafa verið afar krefjandi því eftir fjóra daga var matarskammturinn sem átti að endast í viku nánast búinn. Þá svindlaði leikkonan og fékk sér kjúkling og lakkrís sem var ekki hluti af matarskammti vikunnar.

Paltrow tók áskoruninni eftir að kokkurinn Mario Batali fjallaði fyrst um hana. Áskorunin á þá að vekja athygli á New York City Food Bank góðgerðarsamtökunum. Áskorunin byggist á því að eyða aðeins 29 dollurum í mat á viku því það er upphæðin sem fjölskyldur sem þiggja mataraðstoð frá New York-borg fá á viku. Og eins og Paltrow fékk að kynnast dugar sú upphæð skammt.

Gaf sjálfri sér falleinkunn

Paltrow fjallaði um áskorunina á heimsíðu sinni, Goop. Þar gaf hún sér C- í einkunn. „Eins og mig grunaði þá entumst við í um fjóra daga, það var ég sem klikkaði þegar ég fékk mér kjúkling með fersku grænmeti og hálfan lakkríspoka.“ Platrow viðurkenndi svo að áskorunin hefði breytt viðhorfi hennar og hún skilur núna hversu erfitt er að borða hollan og góðan mat þegar maður hefur ekki úr miklu að moða. „Eftir þessa viku er ég enn þakklátari fyrir að geta veitt börnunum mínum góðan mat.“

Gwyneth Paltrow hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífstíl.
Gwyneth Paltrow hefur tileinkað sér heilsusamlegan lífstíl. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál