Heiða farin í fyrstu stofnfrumusprautuna

Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða …
Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða og endaði í hjólastól.

Bjarnheiður Hannesdóttir eða Heiða eins og hún er kölluð er stödd á Indlandi þar sem hún er í stofnfrumumeðferð. Snorri Hreiðarsson maður Heiðu er staddur með henni á Indlandi og á bloggsíðu hennar skrifar hann: 

„Vöknuðum kl. 8 og Heiða spennt því í dag á hún að fá sína fyrstu stofnfrumusprautu. Morgunmaturinn var ristað brauð, egg og kornflex. Sleppur, svoldið erfitt fyrir Heiðu sem hefur síðustu 2 árin alltaf fengið sér ristað brauð með rækjusalati og osti……….já hvet ykkur til að prófa,“ segir hann í bloggfærslunni. 

„Fórum niður um kl. 10 og Heiða fékk sína fyrstu sprautu og það gekk vel, þeir segja að fyrstu dagarnir eftir að hún er byrjuð að fá stofnfrumur gæti hún orðið þreytt og slöpp (þarf ekki að vera) það tekur líkamann smátíma að samþykkja frumurnar. Allskonar ofnæmistest eru tekin og alltaf verið að kanna blóðþrýsting og súrefnisflæðið í blóðinu.

Eftir sprautuna fórum við niður og Heiða fór í sjúkraþjálfun, sem gekk vel. Dr. Dipin lætur hana ganga og er með spegil fyrir framan hana og það finnst Heiðu gott. Hún kom með spelkurnar sem smíðaðar voru heima og notar þær. Eftir sjúkaraþjálfun fórum við upp á herbergi í hádegismat. Höfðum smátíma eftir mat til að fara í tölvuna og skrifa svoldið og kíkja á allar kveðjurna á facebook. Mikið er gaman að fá allar þessar kveðjur og það er Heiðu miklil hvatning að heyra þær. Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar,“ segir Snorri. 

Heiða Hannesdóttir er búin að fara í fyrstu stofnfrumusprautuna.
Heiða Hannesdóttir er búin að fara í fyrstu stofnfrumusprautuna.

„Svo var það iðjuþjálfun kl. 14.45 hjá dr. Akshy, hann lætur hana gera allskonar hluti og lætur hana humma lög og vill að hún tali hærra en það hefur alltaf verið vandamál hjá Heiðu. Eftir iðjuþjálfun vorum við búin. Fórum upp að græja og gera og Stefan kom til okkar, hann er frá Þýskalandi og er með svokallaðan Lyme-sjúkdóm sem maður getur fengið af biti af einhverri pöddu. Þetta er nokkuð algengt í USA og svoldið af þessu í Þýskalandi og þetta getur farið ferlega illa með fólk. Þvílík óheppni. Við spjölluðum smá, þetta er hans annað skipti hér og læknirinn hans benti honum á að koma hingað.

Svo var það kvöldmatur, Linda og Gunni skypuðu og spjölluðu við okkur og sögðu okkur að vorið væri að gæjast til Íslands en það var aðeins 36 gráða hiti hér í dag og fer hækkandi skilst mér á næstu dögum - myndi segja að vorið væri komið hér. Hringdum aðeins heim í gegnum Viber sem er algjör snilld og þegar netsamband er gott heyrist mjög vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál