Nokkur kíló farin og engin ástæða til að gefast upp

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Nú þegar heilsuferðalagið er rétt að verða hálfnað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Síðustu vikur hafa verið vægast sagt viðburðaríkar og skemmtilegar en líka pínu erfiðar og þá sérstaklega síðasta vika. En það lyftist nú aðeins brúnin á kerlu þegar niðurstöður nýjustu mælinga lágu fyrir. Nokkur kíló farin og slatti af sentimetrum. Ef það gefur manni ekki kraft og löngun til að halda áfram þá veit ég ekki hvað,“ segir Elín Lilja Ragnarsdóttir í sínu nýjasta bloggi en hún er ein af þeim sem taka þátt í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar.

„Solary-vítamínin eru að byrja að kikka inn og þolið er að aukast en maður verður að gefa öllum þessum vitamínum og bætiefnum tíma til að virka áður en maður kastar þeim frá sér og ákveður að þau virki ekki. Hversu oft hefur maður ekki keypt sér eitthvert vítamín sem á að gera þetta eða hitt fyrir mann en svo klárar maður ekki einusinni glasið og segir svo að það virki ekki. Það er nefnilega kannski rétt að byrja að virka þegar maður hættir.

Ég hef fulla trú á að seinni parturinn af heilsuferðalaginu verði mun árangursríkari þar sem ég get farið að beita mér af meiri krafti. Ég veit líka að heilsuferðalaginu lýkur ekki eftir 5 vikur heldur mun það halda áfram um ókomna tíð og við stelpurnar halda hópinn og styðja hver  aðra í baráttunni,“ segir Elín Lilja.

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál