Viltu léttast án þess að breyta mataræðinu?

Guðríður Erla Torfadóttir skrifar um mataræði í sínum nýjasta pistli.
Guðríður Erla Torfadóttir skrifar um mataræði í sínum nýjasta pistli.

„Nú ertu kannski að hugsa hvaða pillu er hún að reyna selja mér núna? Það væri ekki alveg í mínum anda enda hef ég enga trú á skyndilausnum en ég hef trú á matarvenjum. Í stað þess að byrja alltaf á því að ofhugsa hvað þú borðar skora ég á þig að hugsa hvernig þú borðar. Nokkur atriði sem gætu hjálpað þér bæði að léttast eða bæta heilsuna,“ segir Guðríður Erla Torfadóttir eða Gurrý í dúettnum Evert og Gurrý sem nýlega opnuðu heimasíðu Evert og Gurry þar sem þau hjálpa fólki að lifa heilsusamlegra lífi. 

„Borðaðu 3-4 máltíðir á dag á 3-5 klst. fresti. 1x á diskinn eða passaðu skammtastærðir. Mundu að drekka vatn ca. á 30-60 mín fresti reglulega yfir daginn. Magnið fer eftir líkamsgerð en gott viðmið er að drekka lítið glas í hvert sinn. Ekki borða 2-3 klst fyrir svefn. Mundu að tyggja matinn þinn. Hreyfðu þig,“ segir Gurrý. 

Inga Lind Karlsdóttir, Evert Víglundsson og Guðríður Erla Torfadóttir.
Inga Lind Karlsdóttir, Evert Víglundsson og Guðríður Erla Torfadóttir.

Nánari útskýringar á hverjum lið fyrir þá sem vilja skilja útaf hverju:

Borðaðu 3-4 máltíðir á dag á 3-5 klst fresti. Það fer gríðarleg orka í meltinguna í hvert skipti sem við borðum og ef við borðum þessar 5-6 máltíðir á dag þá er líkaminn í stöðugri vinnu við að melta og fær aldrei hvíld.

Við viljum fá hvíld frá meltingunni til að gera aðra hluti einsog að vinna og hreyfa okkur. Ef þú borðar morgunmat og ert orðin svöng/svangur eftir 1,5 klst þá var morgunmaturinn ekki nógu staðgóður og líklega vantaði í hann prótein og eða fitu. Frábær morgunmatur væru egg, ávöxtur og grænmeti.

1x á diskinn. Já það er græðgi að borða tvo diska nema þú sért 150kg vöðvabúnt sem við fæst erum. Settu á diskinn þinn prótein, kolvetni, fitu og mikið af grænmeti.

Mundu að drekka vatn ca. á 30-60 mín fresti reglulega yfir daginn. Líkaminn er að miklum hluta vatn og við eigum að vökva hann reglulega. Þú verður hressari, frísklegri, ánægðari og með betri meltingu ef þú drekkur reglulega yfir daginn. Hvað mikið er persónubundið en lítið glas, meðal eða stórt fer eftir þorsta.

Ekki borða rétt fyrir svefninn. Sú fæða sem við innbyrgðum rétt fyrir svefn er líklegri til að breytast í fitu. Við viljum ekki setja kerfið okkar í meltingarvinnu þegar hann á að fara sofa, það er of mikið álag og streita á líkamann.

Tyggja matinn. Já þú last rétt og þú ert örugglega ekki að tyggja eins vel og ég er að meina. Tyggja þangað til maturinn er orðinn að vökva. Ef þú tileinkar þér þetta mun líkaminn láta þig vita ef þú ert að borða óhollt því það er mjög erfitt hægt að tyggja óhollt í vökva þar sem allt bragð kemur í ljós líka af öllum aukaefnum.

Hreyfðu þig. Er ekki búið að tala nóg um að hreyfing er allra meina bót Ef þú tileinkar þér þessar venjur mun hollt mataræði fylgja með. Ekki flækja málin að óþörfu. Ef þú vilt velja eitt af 6 atriðum þá mæli ég með að þú veljir nr 5.

HÉR getur þú lesið fleiri greinar á Evertoggurry.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál