Heiða gat lesið í fyrsta skipti

Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða …
Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða og endaði í hjólastól.

Bjarnheiður Hannesdóttir er stödd á Indlandi í stofnfrumumeðferð. Snorri Hreiðarsson, maðurinn hennar Heiðu, eins og hún er kölluð segir á bloggsíðu hennar að læknirinn hafi látið hana ganga á fund í gærmorgun. Heiða veiktist alvarlega í kjölfar átröskunar sem hún glímdi við árum saman. Veikindin voru það alvarleg að hún endaði í hjólastól og á erfitt með að tala.

Snorri segir að gærdagurinn hafi byrjað með látum klukkan átta um morguninn.

„Við skötuhjúin dröttumst á fætur með tilheyrandi tannaburstun, greiðum hár, sumir hafa nefnilega hár og aðrir eitthvað minna,“ segir hann.

„Við höfðum ekki mikinn frið að borða morgunmatinn, hjúkkurnar voru alltaf að banka og koma inn, gefa Heiðu lyfin sín og undirbúa hana undir stofnfrumusprautur. Hún fékk sprautur á milli hnefana og einnig í augun eða á augnsvæðinu, báðu megin, handleggi, hálsinn og báðar kinnarnar.  Já, þetta er spennandi, þeir binda miklar vonir að sjónin hennar geti lagast. Ég beið inn á herbergi á meðan, því um leið og hún kom niður þurfti hún að fara í æfingardressið og drífa sig niður í sjúkraþjálfun, nokkuð annasamur morgun og svo eftir sjúkraþjálfun var fundur með Dr. Geetu Shroff. Dr. Dipin lét Heiðu ganga á fundinn, gott hjá honum. Heiða gekk í lyftuna og fór eina hæð upp og inn á skrifstofu Dr. Geetu Shroff og allri klöppuðu fyrir henni, já Heiðan lét bara liðið bíða eftir sér,“ segir Snorri.

„Á þessum hópfundi var Geeta svona að kynna hvað hún er að gera og sýna okkur ýmsar myndir af hinum og þessum sjúklingum sem hafa verið hjá henni. Hún var svona að skýra út fyrir okkur hvernig þetta virkar með stofnfrumurnar, mjög áhugavert að sjá og heyra. Þetta er svo greinilega hennar ástríða að reyna að kynna heiminum hvað stofnfrumur úr fósturvísum geta gert, hennar draumur er að það verði hægt að grípa til stofnfruma strax og að fólk slasast, eða greinist með sjúkdóma. Hún er mikið að vinna í því að fá þetta samþykkt í læknasamfélaginu og nú hafa nokkur lönd gefið grænt ljós að leyfa þetta, m.a. USA, Ástralía, Japan, Saudi Arabía ofl.  Hér kemur fólk aftur og aftur og m.a. Shannon frá USA sem er hér í 8 skipti og hún segist ekki vera að koma hingað nema því hún finnur framfarir eftir hvert skipti og yfirleitt koma þessar framfarir svona tveimur mánuðum eftir að hún kemur úr meðferð. Myndir af mænunni hennar sýna að holurnar sem eru í mænunni eru að grynnka og hún finnur mikinn mun á svæðinu frá brjóstum að mitti,“ segir hann.

Snorri segir að það hafi orðið mikil framför hjá Heiðu síðan þau komu til Indlands í stofnfrumumeðferðina.

„Eftir funinn hentumst við upp á herbergi og fengum okkur að borða og svo var að drífa sig í iðjuþjálfun sem gekk vel. Í iðjuþjálfuninni lét Dr. Akshy Heiðu lesa, hann skrifaði orð á blað með stórum stöfum og viti menn hún gat lesið orðin. Þetta hefur hún ekki getað gert hingað til sem er svolítið magnað finnst okkur, ég skrifaði fleiri orð og hún las þau, en var smá tíma að sjá þau. Sá alltaf bara einn staf í einu en nú virðirst sem hún sjái tvo stafi í einu. Sjáum hvað setur.“

HÉR er hægt að lesa frekar um meðferðina.

Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.
Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál