Lýtalæknir mælir ekki með „Lipoglaze“aðferðinni

Hér er mynd af fyrir og eftir hjá Lipoglaze.
Hér er mynd af fyrir og eftir hjá Lipoglaze. Ljósmynd/Facebook

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica svarar spurningum lesenda Smartlands Mörtu Maríu. Hér er hún spurð út í fitusog.

Góðan daginn,

Mig myndi langa til að vita hvort að Lipoglaze sé í boði á Íslandi og ef svo er ekki hvort að það sé möguleiki til að koma því í lýtalæknisstofur Íslands?

Upplýsingar hér: http://www.labsclinic.co.uk/lipoglaze/faqs/

 

Er til einhver önnur lýtaaðgerð en þessi sem drepur fitu frumur án þess að skera í húðina? Er einhver stór hætta við að fara í Lipoglaze aðgerð?

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica.
Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica. mbl.is/Styrmir Kári

 

Sæl og takk fyrir spurninguna,

„Lipoglaze“ er ein af mörgum tegundum tækja sem frysta fitun sem síðan skilar sér út úr líkamanum. Þegar þessi aðferð kom fyrst á markaðinn kepptust framleiðendur um að búa til fullkomnasta tækið. Ég var mjög spent fyrir þessu í fyrstu og fór erlendis og kynnti mér þetta. Virtist í fyrstu vera fullkomna leiðin til þess að losna við óæskilegu umfram fituna. Sagt vera sársaukalaust, hægt að skreppa í hádeginu o.sv.frv.  Ókostirnir eru því miður margir! Það er einungis mjög lítil svæði sem hægt er að meðhöndla í hvert skipti og hvert skipti er mjög dýrt (framleiðendur sáu til þess að það þarf að skipta um „disk” eða einhverskonar „hleðslu” reglulega það er mjög dýrt í innkaupum). Síðan er ekki mælt með þessari meðferð fyrir einstaklinga með skerta lifrarstarfsemi vegna þess að það er mikið álag á lifrina ef mikil fita er fjarlægð með þessari frystingu. Síðast en ekki síst hef ég persónulega séð slæmt 3.gráðu kalsár á kvið eftir þessa meðferð og er viðkomandi með varanlegt ör eftir þessa meðferð. Það að fá kal á húðina er þekktur fylgikvilli eftir þessa meðferð og er mjög sársaukafullt.

Það hafa margir reynt að koma með „hið fullkomna fitusog”, t.d. með laser, en almennt eru lýtalæknar um allan heim sammála um að „gamla góða fitusogið” þar sem sérblönduðum vökva er fyrst dælt inn í svæðið og síðan er fitan sogin burt sé besta aðferðin.

Ég veit ekki til þess að lýtalæknastofur hérlendis bjóði upp á þessa „frystingu á fitu” meðferð.

Kær kveðja, Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál