Fékk sprautur í kjálka og háls

Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða …
Bjarnheiður Hannesdóttir áður en hún fór í hjartastopp, fékk heilaskaða og endaði í hjólastól.

„Borgin vaknar og heimskautabangsarnir líka, dröttumst frammúr og gerum morgunverkin og fáum okkur morgunmat. Hjúkkurnar byrja að banka og týnast inn ein af annarri, mæla, sprauta, græja og gera. Heiða fær vítamín og bætiefni ýmist í töfluformi, vökva og í æð. Hún verður sprautuð með stofnfrumum í kjálka, háls og handleggi og einnig í æð.

Dr. Geeta kallar á okkur niður til sín og þar er maður kominn til hennar og vildi hitta okkur, faðir hans fékk heilablóðfall og er í dái. Hann var á fundi með Dr. Geetu og hún sagði honum frá Heiðu og við hittum hann og skýrðum út af hverju við værum hér. Dr. Geeta spjallaði svolítið við okkur og Heiða spurði spurninga, sem var gott mál, þetta er stundum svolítið ruglingslegt á köflum,“ segir Snorri Hreiðarsson maður Bjarnheiðar Hannesdóttur eða Heiðu eins og hún er kölluð á bloggsíðu hennar.

Í gær voru stofnfrumum sprautað í kjálka og háls.

„Fórum svo niður í sjúkraþjálfun en komum við í sprautuherberginu og Heiða fékk sprautur í kjálka, háls og í æð og dropa í augu og nef, þrjú skipti. Sjúkraþjálfun gekk bara vel og áherslan lögð á stöðu, réttleika og þyngdarflutning í göngu og Dr. Dipin sagði Heiðu að frá og með morgundeginum yrði hún í sjúkraþjálfun 2 sinnum á dag, og Heiða brosti breitt. Eftir sjúkraþjálfun settumst við aðeins út.

Hádegismaturinn kom á sínum tíma og svo var það iðjuþjálfun hjá Dr. Akshay. Lesturinn gengur vel og við reynum að æfa okkur upp á herbergi. Eftir iðjuþjálfun fórum við að gera æfingar, magaæfingar aðallega og teygjur. Þegar við komum svo upp á herbergi þá þurfti Heiða að fá legg í æð og fékk dripp, vítamín og bætiefni, þannig að við urðum að vera inni á meðan drippið rann sína leið.“

Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.
Bjarnheiður Hannesdóttir í stofnfrumumeðferð á Indlandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál