Verðbréfamiðlari snéri við blaðinu

Sólveig Þórarinsdóttir.
Sólveig Þórarinsdóttir.

Sólveig Þórarinsdóttir starfaði um árabil við verðbréfamiðlun en sneri við blaðinu, aflaði sér kennsluréttinda í jóga í Asíu og opnar brátt jóga- og heilsusetrið Sólir þar sem höfuðáhersla verður lögð á jógakennslu í heitum sal, ásamt hugrækt og hollri næringu.

Sólveig Þórarinsdóttir, viðskiptafræðingur og jógakennari, hefur frá áramótum unnið að því hörðum höndum að umbreyta gömlu fiskvinnsluhúsnæði vestur á Granda í jóga- og heilsusetrið Sólir, sem opnað verður með pompi og prakt í næsta mánuði. Sólveig starfaði á verðbréfamarkaði og síðar fyrir skilanefnd Landsbanka Íslands í ríflega 10 ár, en ákvað fyrir tveimur árum um að venda kvæði sínu í kross.

„Ég tók meðvitaða ákvörðun um að stimpla mig út tímabundið, eftir miklar annir í starfi og námi og hafa á sama tíma eignast þrjú börn á fimm árum,“ segir Sólveig. „Ég féll svo óvænt fyrir heitu jóga, aflaði mér kennararéttinda í Asíu og byrjaði að kenna hér heima. Þannig leiddist ég út á þessa braut. Ég gaf út bókina Jóga fyrir alla síðasta haust og hún fékk frábærar viðtökur. Síðastliðið ár hef ég svo unnið markvisst að því að opna þessa jógastöð, Sólir, sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og ég er ákaflega stolt af.“

Dýrmæt reynsla

Sólveig ber það með sér að hún hugsar vel um heilsuna, stundar líkamsrækt og borðar hollan og næringarríkan mat, en aðspurð segir hún að þannig hafi það því miður ekki alltaf verið.

„Þrátt fyrir að hafa alltaf stundað íþróttir af kappi var mér meira umhugað um útlitið þegar ég var yngri. Í kringum tvítugsaldurinn lifði ég bæði hátt og hratt; ég borðaði reglulega skyndibita, svaf þegar ég mátti vera að og stundaði skemmtanalífið við öll tækifæri. Ég vissi vel innst inni að ég væri að taka út af reikningi sem væri ekki takmarkalaus innistæða á. Ég hundsaði ýmis merki um að ég væri ekki á góðri leið og taldi sjálfri mér trú um að ég væri á grænni grein þar sem ég var í kjörþyngd.“

Hún er þakklát fyrir að skynsemin tók yfirhöndina, hún hafi með árunum tileinkað sér heilsusamlegan lífsstíl og loks valið að segja skilið við fjármálaheiminn og snúa sér alfarið að jóga. „Ég get fullyrt að þetta var rétt ákvörðun, enda lít ég svo á að maður geri ekki mistök; núna er ég summan af öllu því sem ég hef reynt og farið í gegnum um ævina.

„Ég sakna einskis og finn sterkt í hverri frumu að ég er á réttri leið með mitt líf og verkefnin sem ég hef valið mér. Auk þess sem ég bý að reynslunni og þekkingunni úr fjármálageiranum, sem er afar dýrmæt og nýtist mér vel þegar kemur að rekstrarhliðinni á Sólum. Nú hef ég fengið tækifæri til þess að sameina ástríðu mína fyrir jóga og menntun mína og bakgrunn úr viðskiptum og er mjög þakklát fyrir það.“

 

Heilandi jóga

Sólveig er með kennsluréttindi frá Absolute Yoga Academy, með áherslu á bæði Hatha- og Ashtanga-jóga. „Absolute Yoga nýtur mikilla og vaxandi vinsælda á heimsvísu, en það er ein þekktasta tegundin af heitu jóga sem kennt er í sal þar sem hitinn er 38 gráður og 40% raki. Í seríunni eru 50 stöður sem nánast allar eru framkvæmdar í kyrrstöðu, þær henta sérstaklega vel fyrir byrjendur en jafnframt er auðvelt að útfæra stöðurnar á krefjandi máta. Serían er í heild sinni gríðarlega vel uppbyggð og þaulhugsuð í uppröðun. Hún er einstaklega heilandi þar sem unnið er á víxl með jafnvægi og stöðugleika, styrk, teygjur og slökun, með virkri öndun allan tímann. Ávinningurinn eykst svo í hitanum, en hann gerir iðkendum kleift að komast dýpra inn í stöðurnar, hreinsa líkamann og róa hugann.“

Hún er spurð nánar út í síauknar vinsældir hot yoga, bæði hérlendis og erlendis, allra síðustu ár. „Einfalda skýringin eða stutta svarið er: Heitt jóga er ávanabindandi. Það er rétt að það hefur aldrei verið meiri ásókn í heitt jóga en nú, það er orðið vinsælasta jógategund sem kennd er á Vesturlöndum. Í heilsurækt, eins og mörgu öðru, eru alltaf tískusveiflur en mér finnst erfitt að setja tískubólustimpil á eitt elsta mannræktarkerfi veraldar; fyrstu merki um jógaástundun má finna í heimildum frá Austurlöndum frá því 2800 árum fyrir Krist. Hitinn í jógasalnum er í sjálfu sér ekki mikil nýjung, nema fyrir okkur Vesturlandabúa. Mögulega sökum þess að við erum seinþroska sálir, við fengum ekki almennilega veður af þessari iðkun fyrr en upp úr miðri síðustu öld.“

Heilsuhofið Sólir

Jógasetrið Sólir var opnað í 400fm húsnæði að Fiskislóð á Granda í síðustu viku og skipar sér sérstöðu með heitu jóga, þar sem stór hluti tímanna verður kenndur í heitum sölum. „Mér reiknast til að á höfuðborgarsvæðinu séu að minnsta kosti þrjú til fjögur þúsund manns sem stunda jóga vikulega og þessi hópur fer ört stækkandi. Ég skynja gríðarlega eftirspurn eftir vettvangi, eða „home away from home“, sem er ekki hefðbundin líkamsræktarstöð heldur nokkurs konar heilsuhof, og þannig verða Sólir. Þar verður hægt að sækja allt á einum stað í tengslum við bætta heilsu; jóga, hugleiðslu, námskeið, söluvarning, félagsskap og heilnæmar veitingar en meðal samstarfsaðila okkar eru systurnar í Systrasamlaginu á Seltjarnarnesi, sem bjóða upp á dásamlega, holla næringu og eru uppfullar af fróðleik um mat og heilsu.

Í Sólum verða tveir sérútbúnir heitir salir og boðið upp á fjölbreytta tímatöflu með rúmlega 30 jógatímum á viku, þar sem leitast verður við að mæta þörfum allra. Ég hef lengi haldið því fram að jóga sé fyrir alla, galdurinn felist í því að finna hvað hentar hverjum og einum. Flestir sem byrja að stunda jóga átta sig fljótt á því að heilsudansinn er langhlaup og finna að þar hafa þeir verkfæri sem skilar þeim raunverulegum ávinningi til langs tíma. Að öðrum greinum ólöstuðum er mikið um skyndilausnir í heilsurækt, úreldar og í besta falli slítandi og þreytandi. Í jóga er ofuráhersla lögð á andlega og líkamlega uppbyggingu, óháð ástandi hvers og eins, og auðmýkt fyrir ferlinu.“

Talið berst að hugleiðslu og gildi hennar.

„Þegar fólk verður fyrir einhvers konar áfalli leiðir það oft af sér að það leitar meira inn á við. Ef við tökum Ísland sem dæmi og afleiðingar efnahagshrunsins þá varð það til þess að fjölmargir endurskoðuðu sinn lífsstíl og tilveru almennt. Við tökum út mestan þroska þegar við förum í gegnum krefjandi tímabil og áttum okkur betur á að lífið er raunverulega hverfult, það er ekki bara frasi. Hraðinn í samfélaginu er meiri en nokkru sinni áður og það hefur lítið upp á sig að streitast á móti, við verðum að nýta þau tól sem við höfum til þess að þrífast í öllu áreitinu. Annars gefur sig eitthvað á endanum, mögulega heilsan sem er svo dýrmæt. Hugleiðsla hvers konar, þó ekki sé nema í 10 mínútur á dag, getur gert gæfumuninn. Fyrir þá sem vilja taka sín fyrstu skref má benda á að Tolli Morthens er mörgum kunnur fyrir þekkingu sína á núvitund og hugleiðslu og mun miðla áfram til okkar sem viljum stilla okkur betur inn á stað og stund, ýmist í gegnum leidda hugleiðslutíma eða námskeið hjá Sólum.“

Neikvæð skilaboð

Spurð út í samspilið milli líkamsræktar og hollrar og góðar næringar segist Sólveig sjálf fyrst og fremst borða ferska, hreina og heilnæma fæðu, sem sé laus við öll eiturefni og hafi ekki verið unnin, s.s. heilkorn, ferska ávexti og grænmeti, pressaða safa, olíur, hnetur og fræ. „Ég nota mjög mikið af kókosmjólk og möndlumjólk en ég nota líka ákveðnar mjólkurafurðir eins og smjör og rjóma. Ég finn hvað gerir mér gott og hlusta á líkamann, hann er mjög fljótur að senda mér neikvæð skilaboð þegar ég skauta af beinu brautinni og ég geri lítið af því að „tríta“ mig með fæðu sem lætur mér líða illa.

Áður var ég mikið í boðum og bönnum, en eftir að ég fór að stunda jóga að staðaldri leitar bæði hugur og líkami í léttara og hreinna fæði, auk þess sem ég drekk nú mun meira vatn en áður. Það er ágætis viðmiðun að borða ekki síðustu tvær klukkustundirnar fyrir jógaæfingu, svo hægt sé að nýta orkuna í æfinguna en ekki í meltingu. Ég borða því reglulega til að styðja við hringrásarferli líkamans en einnig finnst mér gott að fasta inn á milli og gefa þannig meltingarfærunum hvíld og tækifæri til þess að gera við og hreinsa sig.“

mbl.is

Hætt að fækka fötum fyrir hvað sem er

Í gær, 23:00 Ofurfyrirsætan Adriana Lima er loksins búin að átta sig á því, eftir 20 ár í bransanum, að sú ímynd sem hún stendur fyrir hefur skaðleg áhrif á margar konur. Meira »

Dregur Birgitta fram Írafárs-fötin?

Í gær, 20:00 Beðið er eftir því með eftirvæntingu hvort Birgitta Haukdal dragi fram netagrifflurnar, hattana, loðstígvéin og skelli sér í ljós og strípur fyrir afmælistónleika Írafárs næsta sumar. Eins sjá má á myndum Morgunblaðsins var Birgitta með einstakan fatastíl. Meira »

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

Í gær, 17:00 Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

Í gær, 14:01 Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Skúli mætti með Grímu

Í gær, 11:20 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

Í gær, 09:00 Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

64 ára með tískublogg ársins

í fyrradag Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

í fyrradag „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

í fyrradag Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

í fyrradag Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

í fyrradag Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

í fyrradag „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

11.12. Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Pólitísk plott og átök

11.12. Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

11.12. Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

11.12. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Þráir að komast á hundasleða

11.12. Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

11.12. Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

11.12. Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

11.12. „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »