Vigdís vill að við sendum bréf til Sameinuðu þjóðanna

Vigdís Finnbogadóttir.
Vigdís Finnbogadóttir. Ljósmynd/Youtube.com

„Okkur Íslendingum er sæmd af því að senda bréf til sameinuðu þjóðanna,“ segir Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands í myndbandi á vefnum Stattu með taugakerfinu.

Mænuskaðastofnun Íslands, SEM samtök endurhæfðra mænuskaddaðra, MS félagið, MND félag Íslands, Lauf félag flogaveikra, Heilaheill, Geðhjálp og Parkinsonfélagið standa á bak við átakið Stattu með taugakerfinu. Þau óska eftir stuðningi íslensku þjóðarinnar við beiðni þeirra til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, um að mæla fyrir því við fulltrúa aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna að þær samþykki að bæta við nýju þróunarmarkmiði sem snýr að því að efla rannsóknir á taugakerfinu og auka á þann hátt skilning á starfsemi þess.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="360" src="https://www.youtube.com/embed/JA64_dTv4wU" width="640"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál