Eitt kg eftir til að komast í mark

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kristín J. Rögnvaldsdóttir fasteignasali og meðlimur í heilsuferðalagi Smartlands Mörtu Maríu og Hreyfingar segist sjaldan hafa liðið betur. Hana hlakki til að mæta í ræktina.

„Svo er þessi vellíðunar tilfinning sem kemur eftir æfingu sem er svo æðisleg. Allir þessir skemmtilegur tímar í Hreyfingu hjálpa auðvitað til. Það að sjá að vöðvar eru að koma í ljós og líkaminn að breytast er jú líka frábært, en mér fannst ég sjá mestan mun á 6 viku og svo aftur á 9 viku þá var allt að gerast. Nú eru 7 kíló farin af þeim 8 sem ég ætlaði mér að missa og vika til stefnu,“ segir Kristín.

Þó svo að heilsuferðalagið sé að klárast ætlar Kristín ekki að hætta að hreyfa sig.

„Þetta er rétt að byrja hjá mér, því hreyfing og heilsusamlegt mataræði verður að lífstíl hjá mér núna. Ég finn mikinn mun á mér ef ég gleymi að taka vítamínin mín, verð þá orkuminni. Húðin á mér er ekki eins þurr og hún var áður, mataræðið og Omega 3-7-9 eru sennilega ástæða þess að hún er mýkri.

Verð líka að segja ykkur frá því að það stendur upp úr hvað er búið að vera gaman að æfa með stelpunum í heilsuferðalaginu þessar konur eru frábærar og gefa manni mikið, þær eru skemmtilegar og frábær stuðningur. Við höfum hvatt hvor aðra áfram þegar við höfum þurft á því að halda, mætt saman á æfingar farið saman í pottinn og rætt málin. Það er mikill stuðningur að að æfa í hóp og á ég eftir að sakna þeirra mikið. Marta María er búin að vera eins og vítamínsprauta fyrir okkur með jákvæðni og alls kyns skemmtilegheitum. Þjálfararnir okkar, eða frekar kraftaverka konurnar Anna og Árný eru einstakar og hafa komið okkur þangað sem við erum staddar í dag, þeim verð ég ævinlega þakklát. Nú hlakkar mig bara til síðustu mælingar og mest til að sjá hvað ég er komin í fituprósentu.“

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál