Hælaskór valda æ fleiri meiðslum

Fyrirsætan Karen Elson missteig sig á hælum á sýningu Zac …
Fyrirsætan Karen Elson missteig sig á hælum á sýningu Zac Posen árið 2007. Rapparinn P. Diddy stökk inn á tískupallinn til að aðstoða hana.

Þær konur sem ganga í hælaskóm vita eflaust hversu slæmur og jafnvel hættulegur slíkur skóbúnaður getur verið, en eins og þeir segja gjarnan vestanhafs: „beauty is pain“.

Það kemur eflaust mörgum á óvart að hælaskór valda sífellt fleiri meiðslum en slík meiðsl hafa tvöfaldast á seinasta áratug. Þetta kemur fram í læknaritinu The Journal og Foot and Ankle Surgery. Árið 2002 leituðu 7.097 einstaklingar til læknis í Bandaríkjunum með meiðsli sem þeir höfðu hlotið vegna notkunar hæla. En árið 2012 voru tilfellin orðin 14.140. Samkvæmt upplýsingum úr ritinu er fólkið sem slasar sig á hælaskóm yfirleitt konur á aldrinum 20-29 ára.

Hælarnir hækka og notkunin eykst

En hvað veldur þessari miklu aukningu? Skótískan er að breytast og hælar eru að jafnaði orðnir hærri en þeir voru fyrir tíu árum síðan. Ef til vill er fólk líka farið að nota hælaskó í auknu mæli.

Það sem er svo einna merkilegast er að meirihluti þeirra einstaklinga sem slasa sig á hælaskóm eru ekki á dansgólfinu eða niðri í bæ þegar þeir meiðast heldur inni á eigin heimili.

Þessi fyrirsæta þurfti aðstoð við að labba tískupallinn hjá Dior …
Þessi fyrirsæta þurfti aðstoð við að labba tískupallinn hjá Dior árið 2007 eftir að hafa misstigið sig illa í himinháum hælum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál