Svona verður 50% auðveldara að „fá'ða“

Margar konur eiga erfitt með að fá fullnægingu.
Margar konur eiga erfitt með að fá fullnægingu.

Margar konur eiga erfitt með að fá fullnægingu en það hvimleiða vandamál er hægt að leysa á einfaldan hátt. Sleipiefni er galdurinn að sögn sérfræðingsins Kenny Thapoung sem skrifar pistla á Marie Claire.

„Ég veit hvað þú hugsar: „Af hverju þarf ég sleipiefni ef líkaminn minn hefur þann eiginleika að blotna sjálfur?“ Vegna þess að ég segi það,“ segir hinn sjálfsöruggi Thapoung sem veit eitt og annað um kynlíf. „Allt í lagi, þú þarft ekki á sleipiefni að halda en það er galdurinn að því að fá fullnægingu í hvert skipti sem þú stundar kynlíf (með sjálfri þér eða einhverjum öðrum).“

35% kvenna hafa aldrei notað sleipiefni

Thapoung vekur svo athygli á niðurstöðum nýrrar könnunar sem birtist í læknatímaritinu Journal of Sexual Medicine en niðurstöðurnar leiddu í ljós að um 35% allra kvenna hafa aldrei notað sleipiefni. „Það hryggir mig. Þær konur sem blotna ekki nógu mikið finna fyrir sársauka þegar þær sofa hjá og sleipiefni kemur í veg fyrir það.“

„Sleipiefni gerir fólki kleift að byrja að stunda kynlíf fyrr og konur eiga líka auðveldara að vera með mönnum sem eru sérstaklega vel vaxnir niður ef sleipiefnið er haft við höndina. Og annað, könnun sem gerð var við háskólann í Indiana leiddi í ljós að fólk (bæði konur og karlar) á 50% auðveldara með að fá fullnægingu ef það notar sleipiefni,“ segir Thapoung og bendir á að nú til dags er hægt að fá alls konar tegundir af sleipiefni.

Þess vegna „feika“ kon­ur það í rúm­inu

Það eru til margar tegundir af sleipiefni. Hér höfum við …
Það eru til margar tegundir af sleipiefni. Hér höfum við sleipiefni með beikonbragði. Það hentar sælkerum sérlega vel. store.baconsalt.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál