Þetta þurfa byrjendur í spinning að vita

Það er margt sem þarf að hafa í huga áður …
Það er margt sem þarf að hafa í huga áður en maður byrjar að stunda spinning af kappi. AFP

„Ljósin slokknuðu, tónlistin byrjaði og ég fann fyrir skrýtinni tilfinningu sem ég hef aldrei fundið fyrir áður. Áður en tíminn var hálfnaður var ég orðin háð þessu,“ segir fitnessbloggarinn Maridel Reyes í pistli sínum á Self.com. Þetta eru þeir hlutir sem hún hefði viljað vita áður en hún byrjaði að stunda spinning af kappi fyrir fjórum árum.

Það er enginn að dæma þig

„Það getur verið hræðilegt að prófa nýjan tíma í ræktinni. En ekki ofhugsa hlutina, það er dimmt í salnum og allir eru að einbeita sér að sjálfum sér. Treystu mér.“

„Feikaðu“ það þar til þú „meikar“ það

„Þegar maður er byrjandi getur verið erfitt að halda í við þá sem eru lengra komnir. Ef þetta er of erfitt fyrir þig skaltu laumast til að sleppa því að þyngja hjólið þegar kennarinn segir þér að gera það. Smátt og smátt munt þú öðlast meiri styrk og þá geturðu tekið fullan þátt.“

Slakaðu á, þú færð ekki risavaxna fótleggi

„Að hjóla eins og brjálæðingur breytti ekki lærunum á mér, en rassinn minn og kálfar minnkuðu,“ segir Reyes sem var ánægð með breytinguna.

Þú munt eiga uppáhaldssæti í salnum

„Sem feiminn byrjandi fór ég alltaf aftast í salinn. Núna finnst mér gott að vera í miðjum salnum. Sumir þrífast á athygli og orku frá kennaranum og fara því fremst. Prófaðu að breyta reglulega til og upplifunin verður öðruvísi.“

Það er mikilvægt að borða rétt fyrir tímann

„Mér líður ógeðslega ef ég er nýbúin að borða stóra máltíð fyrir tímann. Og þegar maður er svangur verður maður fljótt orkulaus. Finndu það sem hentar þér best svo að þú sért með næga orku fyrir átökin.“

Öllu má ofgera

„Ef maður elskar spinning á maður að stunda það á hverjum degi, ekki satt? Rangt! Líkaminn venst allri hreyfingu og þá hættirðu að sjá árangur,“ segir Reyes sem mælir með að stunda fjölbreytta líkamsrækt.

Það er til stíll sem hentar þér

„Kannski þykir þér kennarinn vera of æstur eða of rólegur. Það er allt í lagi, finndu þinn eigin stíl og njóttu þín.“

Það er allt í lagi að gráta

„Þegar ég var byrjuð að hjóla reglulega fór dálítið forvitnilegt að gerast; ég fór að finna fyrir tilfinningum sem ég hafði ýtt frá mér. Erfiður sprettur gat vakið reiði og eitthvert lag gat vakið sorg. Það er eðlilegt að verða tilfinninganæmur þegar þú púlar. Það er eitt það besta við þetta.“

Það þýðir ekki að fara í ræktina á tóman maga.
Það þýðir ekki að fara í ræktina á tóman maga. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál