„Sykurlaus fæða er langt frá því að vera leiðigjörn“

Júlía mun senda þátttakendum eina uppskrift á dag á meðan …
Júlía mun senda þátttakendum eina uppskrift á dag á meðan á áskoruninni stendur.

„Áskorunin hefst 6.júlí og þátttaka er ókeypis. Það eru engar reglur, boð eða bönn. Hver og einn tekur áskoruninni á sínum forsendum en áskorunin snýst um að taka hvítan sykur út úr mataræðinu á 14 dögum með einni sykurlausri uppskrift frá mér á dag,” útskýrir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og næringar- og lífsstílsráðgjafi hjá Lifðu til fulls.

Júlía mun senda þátttakendum eina uppskrift á dag og innkaupalista alla virka daga í þessar tvær vikur ásamt því að birta tvö myndbönd á þessu tímabili. Í myndbandinu mun hún kenna þátttakendum réttu handtökin í eldhúsinu. „Uppskriftirnar eru samsettar úr fæðu sem dregur úr sykurlöngun þannig að eftir tvær vikur ætti sykurþörfin að vera orðin minni hjá þeim sem taka þátt. Það er ekki gerð krafa um að allir sleppi öllum sykri, þetta fer eftir einstaklingum og hvernig mataræði fólks er í dag,“ segir Júlía og leggur áherslu á að þátttakendur þurfi bara að gera sitt besta. „Þeir sem borða mikinn sykur geta valið að sleppa engu í núverandi mataræði en nota uppskriftirnar og borða þessa fæðu sem minnkar sykurlöngun og sjá svo til hvað gerist.“

„Þátttakendur í fyrri áskorunum tala um að hafa öðlast aukna orku og betri nætursvefn ásamt því að hafa jafnvel upplifað þyngdartap,“ segir Júlía sem er að setja sykurlausu áskorunina á laggirnar í fjórða sinn. 

Var einu sinni háð sykri

„Sykurlaus fæða er langt frá því að vera leiðigjörn,“ segir Júlía sem eitt sinn var háð sykri að eigin sögn.  „Ég læt aldrei vanta upp á bragðið í uppskriftunum mínum og ég prófa ég allar uppskriftir á vinum mínum sem borða sykur og „venjulega fæðu”. Ef þeim líkar ekki uppskriftin nota ég hana ekki.“

„Mig langar að sýna fólki með þessari áskorun að það er ekki eins mikið mál og margir halda að sleppa sykri. Íslendingar borða almennt of mikið af sykri.“

„Það er alltaf skemmtilegra að vera með öðrum í átaki,“ segir Júlía sem hvetur áhugasama til að skrá sig til leiks á heimasíðu Lifðu til fulls.

„Sykurlaus fæða er langt frá því að vera leiðigjörn,“ segir …
„Sykurlaus fæða er langt frá því að vera leiðigjörn,“ segir Júlía Magnúsdóttir. lifdutilfulls.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál