Hugmyndir að hollum morgunmat

Góður morgunmatur eykur einbeitingu.
Góður morgunmatur eykur einbeitingu.

Hér er listi sem vefsíðan Daily Mail tók saman yfir hollan morgunmat sem gott er að byrja daginn á. Góður morgunmatur gerir það að verkum að fólk nær betri einbeitingu yfir daginn og stendur sig þar af leiðandi betur í námi og starfi. 

Avókadó

Avókadó er fullt að hollum vítamínum og bætiefnum eins og C, E, B6 og ómega-3 fitusýrum. Það inniheldur átta prósent af ráðlögðum dagskammti af trefjum. Ávöxturinn er góður fyrir meltinguna og sjónina.

Avókadó er hollt og gott.
Avókadó er hollt og gott. www.cookingclassy.com

Hnetur

Hnetur eru fullar af hollri fitu sem við þörfnumst til að halda blóðsykrinum réttum. Þær gefa frá sér orku jafnt og þétt yfir daginn sem eyðir hungurtilfinningu sem margir kannast við. 

Hnetur eru góðar í morgunmatinn.
Hnetur eru góðar í morgunmatinn. mbl.is/Kristinn

Bláber

Bláberin vernda heilann fyrir því að frumurnar skaðist og geta einnig minnkað líkur á öldrunarsjúkdómum eins og Alzheimer. Þá geta bláberin hjálpað til við virkni vöðva.

Bláber eru stútfull af andoxunarefnum.
Bláber eru stútfull af andoxunarefnum. AFP

Bananar

Bananar auka einbeitinguna. Þeir innihalda kalín sem er nauðsynlegt til að halda heilanum, taugunum og hjartanu í góðu standi. Þá sjá bananar til þess að fólk helst saddara lengur.

Bananar eru fallegir og góðir.
Bananar eru fallegir og góðir. Ásdís Ásgeirsdóttir

Greipaldin

Greipaldin er fullt af C vítamínum sem hjálpar fólki að vakna. Sítrusinn örvar heilann og auðveldar fólki að komast á ról. 

Greipaldin er afar góður ávöxtur.
Greipaldin er afar góður ávöxtur.

Kolvetni

Hér undir falla ýmis matvæli eins og heilhveitbrauð, hafrar og múslí. Kolvetni gefur frá sér glúkósa sem veitir líkamanum stöðuga orku.

Brauð getur verið ómótstæðilegt.
Brauð getur verið ómótstæðilegt. mbl.is/Ómar Óskarsson

Egg

Egg eru full af góðum prótínu, fítum og vítamínum. Þau innihalda kólín sem er mikilvægt fyrir heilann. Eggin gefa af sér orku lengi og halda hungurverkjum frá fólki.

Egg eins og þau gerast best.
Egg eins og þau gerast best.

Lax

Lax inniheldur ómega-3 fitusýrur sem hjálpa til við að byggja heilafrumur og styrkja minnið. Þá er lax fullur af amínósýrum sem að láta fólk finna fyrir hamingju- og gleðitilfinningum. 

Lax er frábær morgunmatur.
Lax er frábær morgunmatur. Skjáskot

Spínat

Það er ekki að ástæðulausu sem spínat er þekkt sem heilafóður. Fullt af B vítamíni hjálpar það til við að viðhalda skammtímaminninu. Þá inniheldur það amínósýrur sem auka einbeitingu við lærdóm og annað. 

Spínat er mikið heilafóður.
Spínat er mikið heilafóður. cooking classy

Hnetusmjör

Hnetusmjör er fullt af hollri fitu, prótínum og andoxunarefnum. Það inniheldur kalín sem getur minnkað líkur á of háum blóðþrýstingi og hjartasjúkdómum. Þá getur það einnig haldið blóðsykrinum stöðugum. Það er gott að borða ekki meira en tvær matskeiðar af hnetusmjöri á dag og passa að það sé náttúrulegt hnetusmjör sem er ekki fullt af gerviefnum.

Lífræna hnetusmjörið frá GreenChoice.
Lífræna hnetusmjörið frá GreenChoice.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál