7 fæðutegundir sem auka kynhvötina

Listi fyrir þá sem eru til í að krydda aðeins …
Listi fyrir þá sem eru til í að krydda aðeins upp í kynlífinu.

„Að stunda frábært kynlíf snýst líka um heilbrigðan lífstíl,“ segir kynlífsfræðingurinn Psalm Isadora. „Maður þarf að gefa sér tíma fyrir kynlífið og fara á stefnumót, passa upp á að hafa rómantíska stemmningu í svefnherberginu og svo þarf líka að passa upp á það hvað maður borðar.“

Það er hægt að grípa til sérstakra fæðutegunda til að auka testósterónið og blóðflæðið í líkamanum þegar að mikið stendur til að söng Isadoru.

Hér kemur listi sem Isadora tók saman fyrir Harper‘s Bazaar yfir nokkur óvænt hráefni sem koma þér í stuð fyrir svefnherbergið.

Laukur eykur kynhvötina.
Laukur eykur kynhvötina.

Laukur

Þó svo að lyktin sé ekki góð styrkir laukurinn æxlunarfærin og eykur magn testósteróns í líkamanum sem eykur kynhvötina hjá báðum kynjum. Það er því um að gera að bæta lauk í matargerðina.

Hvítlaukur eykur testósterónin magn líkamans.
Hvítlaukur eykur testósterónin magn líkamans.

Hvítlaukur

Hvítlaukur inniheldur efni sem að byggir upp hita í líkamanum og veldur því að magn testósterónis eykst. „Hann er gagnlegur til að halda góðu þoli í kynlífinu og vaxtaræktarkappar nota það til að byggja upp vöðvana,“ segir Isadora.

Cayenne pipar kryddar upp í kynlífinu.
Cayenne pipar kryddar upp í kynlífinu.

Cayenne pipar

Cayenne piparinn hjálpar til við að krydda upp í kynlífinu. Samkvæmt Isadoru inniheldur hann efni sem gera það að verkum að líkaminn hitnar og blóðflæði eykst út í útlimi. Piparinn byrjar að virka um leið og því er best að borða hann þegar að maður er viss um að vera tilbúin í rúmið.

Döðlur eru ríkar af amínósýrum.
Döðlur eru ríkar af amínósýrum.

Döðlur

Að sögn Isadoru eru döðlur ríkar af amínósírum sem eru þekktar fyrir að auka kynhvötina. Þá eru þær vinsælar í Norður-Afríku og þykja kynorkuaukandi. Þá getur það einnig verið kynæsandi verknaður að borða döðlu. „Þær bráðna í munninum og eru fullkomnar til að gefa elskandanum í rúminu,“ segir Isadora.

Fíkjur eru kynörvandi.
Fíkjur eru kynörvandi.

Fíkjur

Líkt og döðlur eru fíkjur ríkar af amínósýrum og eru sagðar kynörvandi vegna bragðsins og áferðarinnar. „Þær eru kynæsandi og frábærar í forleikinn,“ segir Isadora.

Goji ber hafa lengi verið notuð í tengslum við kynlíf …
Goji ber hafa lengi verið notuð í tengslum við kynlíf í Asíu.

Goji ber

Samkvæmt Isadora hafa goji-ber lengi verið notuð í tengslum við kynlíf í Asíu þar sem að þau eru sögð auka testósterónin magn líkamans. Hún ráðleggur fólki að bæta þeim við morgunmatinn, salatið eða borða þau eintóm.

Lax er góður fiskur fyrir kynlífið.
Lax er góður fiskur fyrir kynlífið.

Feitur fiskur

Lax, túnfiskur og makríll eru ríkir af omega-3 fitusýrum sem að framleiða hormónið dópamín. Dópamín er sama hormón og losnar þegar að fólk fær fullnægingu. „Það gerir fólk einnig slakara svo það verður meira til í kynlífið.“ Þá inniheldur fiskurinn einnig amínósýrur sem að leysa þau vandamál sem geta komið upp ef karlmaðurinn á erfitt með að ná fullri reisn. „Þær virka eins og náttúrulegt Viagra,“ segir Isadora.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál