Hvaða áhrif getur kynlífsleysi haft?

Kynlífsleysi getur haft mikil áhrif á sálarlíf fólks.
Kynlífsleysi getur haft mikil áhrif á sálarlíf fólks.

Hvort sem fólk er í sambandi eða ekki virðist iðkun góðs og heilbrigðs kynlífs vera góð hugmynd, það getur jafnvel talist nauðsynlegt. En hvað er það sem gerist í líkamanum þegar fólk hættir að stunda kynlíf? Hér fyrir neðan koma fjögur atriði af heimasíðunni Prevention

Þú finnur fyrir meira stressi 

Kynlíf hjálpar fólki að losa um spennu og því segir það sig sjálft: kynlífsleysi eykur líkurnar á að fólk finni meira fyrir stressi. Við kynlíf losna hormón eins og endorfín úr læðingi í heilanum sem veita vellíðunartilfinningu.

Þú ert móttækilegri fyrir flensu og kvefi

Þegar þú hættir að stunda kynlíf kemstu kannski í snertingu við færri sýkla en það þarf ekki endilega að vera jákvætt. Ónæmiskerfið hefur gott að því að komast í kynni við smásýkla reglulega.

Þú minnkar líkurnar á að fá þvagfærasýkingu

Þetta er kannski eitt af fáum jákvæðum afleiðingum þess að stunda ekki kynlíf. Um 80% tilfella af þvagfærasýkingu hjá konum koma í ljós innan við 24 klukkustundum eftir kynmök. Á meðan á kynlífi stendur geta ákveðnar bakteríur grasserað í þvagrásinni og valdið sýkingu.

Óöryggi gæti gert vart við sig

Kynlífsleysi getur svo sannarlega haft áhrif á skapsveiflur og líðan fólks. Fólk í kynlífslausu sambandi fer gjarnan að finna fyrir auknu óöryggi gagnvart makanum samkvæmt sérfræðingnum Les Parrott. „Það að vera án kynlífs í sambandi getur tekið sinn toll af sjálfstraustinu. Þetta getur líka orðið til þess að fólk fær auknar áhyggjur af framhjáhaldi.“

Greinina af Prevention má lesa í heild sinni hérna, þar koma fleiri atriði fram.

Kynlíf hefur góð áhrif á ónæmiskerfið. Þeir sem stunda reglulega …
Kynlíf hefur góð áhrif á ónæmiskerfið. Þeir sem stunda reglulega kynlíf verða víst sjaldnar veikir. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál