„Ef þetta væri dóttir mín, myndi ég flengja hana“

Katrine Switzer í maraþoninu 1967.
Katrine Switzer í maraþoninu 1967.

„Ef þetta væri dóttir mín, myndi ég flengja hana,” sagði yfirmaður íþróttasambandsins í Boston um Kathrine Switzer árið 1967 þegar Switzer lauk fyrst kvenna Boston maraþoni sem skráður keppandi. Þessi setning birtist í New York Times en þátttaka Switzer vakti mikil viðbrögð þar sem konum var ekki heimilt að taka þátt í hlaupinu á þessum tíma. Þátttaka hennar markaði því mikil tímamót í íþróttasögu kvenna.

„Foreldrum mínum brá mikið þegar þetta birtist í blöðunum og ræddu við mig hvort ég vildi kæra þetta. Ég sagðist alls ekki vilja það, enda vissi ég að mér myndi takast að sannfæra fólk með tímanum,”segir Switzer.

Eins og frægt var reyndi skipuleggjandi hlaupsins, Jock Semple, að fjarlægja Switzer úr hlaupinu með handafli þar sem hann hljóp á eftir henni en myndir af atvikinu birtust víða um heim. Kærasti Switzer náði að hrinda Semple í burtu og tókst Switzer að ljúka maraþoninu. Fimm árum síðar var konum heimilt að taka þátt í hlaupinu og var Jock Semple stór þátttakandi í þeirri ákvörðun. Switzer segir að mikill vinskapur hafi myndast þeirra á milli eftir hlaupið.

Katrine Switzer er stödd hérlendis vegna Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Á morgun verður hún með fyrirlestur í Hörpu á slaginu 12.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál