Fleiri bakteríur í þörmum en frumum líkamans

Rannsóknir benda til þess að depurð og þunglyndi megi flokka ...
Rannsóknir benda til þess að depurð og þunglyndi megi flokka sem bólgusjúkdóm sem á upptök sín þörumunum, m.a. sökum lélegrar þarmaflóru.

Birna G. Ásbjörnsdóttir er að ljúka meistaragráðu í Næringarlæknisfræði (Nutritional Medicine) frá University of Surrey í Bretlandi.  Birna er einnig í meistaranámi við Oxfordháskóla í Gagnreyndum Heilbrigðisfræðum (Evidence-based Medicine). Síðastliðina tvo áratugi hefur Birna unnið við einstaklingsráðgjöf hérlendis og erlendis ásamt því að veita reglulega fræðslu.

Í grein inni á Lifandi Markaði skrifar Birna um þarmaflóruna og hversu mikilvægu hlutverki hún gegnir í andlegri og líkamlegri heilsu: 

Þarmaflóran – Geðlækningar framtíðarinnar?

FLEIRI  bakteríur í þörmum en frumur í líkama

Rannsóknir sýna að líkami okkar samanstendur í raun af fleiri bakteríum en frumum.  Þessar trilljónir baktería lifa flestar í meltingarveginum, langflestar í ristlinum.  Þaðan hafa þær síðan magrvísleg áhrif á heilsu okkar (1).

LANGVINNIR sjúkdómar út frá meltingarveginum

Meltingarvegurinn hefur mun stærra hlutverki að gegna en að melta fæðu og frásoga næringu.  Ónæmiskerfi okkar er að mestu staðsett í meltingarveginum og auk þess er bólguviðbrögðum m.a. stjórnað út frá meltingarvegi (2).  Rannsakendur beina sjónum sínum í æ meira mæli til sambands meltingarvegar/þarmaflóru og langvinnra sjúkdóma s.s. sjálfsofnæmis og taugasjúkdóma.  Einngi hefur verið sýnt fram á að breytingar á þarmaflóru móður á meðgöngu geta haft áhrif heila fósturs og þroska (3). 

HEILINN í þörmunum

Innsta lag þarma okkar hefur að geyma yfir 100 miljónir tauga og mynda flókið kerfi sem nefnist taugakerfi garna og iðra (enteric nervous system).  Þetta sérhæfða taugakerfi á skipulögð samskipti við miðtaugakerfið okkar (heila og mænu) á flókinn hátt með hormónum og taugaboðefnum (4).  Þessi samskipti fara í báðar áttir, bæði frá heila til þarma og frá þörumum til heila en ná einnig til innkirtlakerfis, ónæmiskerfis og úttaugakerfis (56).

Nýjust rannsóknir sýna fram á náin tengsl miðtaugakerfis við þarma og þarmaflóru og í raun er orðið erfitt að aðskilja starfssemi þeirra (7).

TILFINNINGAR spila stórt hlutverk í meltingarfærasúkdómum

Það er vitað að tilfinningalegir og geðrænir þættir geta komið af stað einkennum í meltingarfærum.  Þetta er þekkt í þeim tilfellum þegar búið er að útiloka líkamlegar orsakir en einkenni eru til staðar (8).  Um 20 heilsufarsvandamál sem tengjast meltingarveginum eru þekkt, flest langvinn og  erfitt að meðhöndla.  Í dag er farið að horfa til þess að sálar- og félagsþroski getur haft lífeðlisfræðileg áhrif á þarmana ásamt því að hafa áhrif á einkenni og heilsufar okkar almennt (9).

GEÐHEILSA hefur með ástand meltingarfæra að gera

Streita spilar stórt hlutverk þegar horft er á geðheilsu og meltingarsjúkdóma.  Rannsóknir sýna að tilfinningavinna skilar auknum árangri þegar kemur að meðhöndlun á meltingarfærasjúkdómum og þeirra einkennum (10). 

Rannsóknir á dýrum hafa klárlega sýnt fram á hvernig hægt er að framkalla breytta hegðun s.s. kvíða og þunglyndi með röskun á þarmaflórunni.  Nú er einnig búið að sýna fram á hið gagnstæða, þ.e. hvernig hægt er að byggja upp þarmaflóruna og hafa þannig jákvæð áhrif á geðheilsu  (11). Rannsóknin var gerð í University of Oxford á 45 einstaklingum og sýndi hóurinn sem fékk probiotics (styrkir þarmaflóru) marktæka lækkun á streituhormónum, á meðan lyfleysuhópur sýndi engar breytingar.  Einnig kom fram á sálfræðiprófum í tilfiinningaúrvinnslu, að jákvæð athygli þessara sömu einstaklinga jókst meðan dró úr þeirri neikvæðu.

Rannsóknir benda til þess að depurð og þunglyndi megi flokka sem bólgusjúkdóm sem á upptök sín þörumunum, m.a. sökum lélegrar þarmaflóru.

Í kerfisbundnu yfirliti rannsókna (systematic review) komu fram áhugaverðar niðurstöður sem styrkja þessar tilgátur (12).  Rannsóknin sýnir fram á hverngi röskun á þarmaflórunni hefur áhrif á ónæmiskerfið og taugakerfið og getur því leitt til geðsjúkdóma s.s. kvíða og þunglyndis (1314), geðhvarfasýki (1516) og geðklofa (171819).  Rannsóknin er vönduð og yfirgripsmikil þar sem hún fylgir stöðluðum reglum (smella hér til að fræðast meira um slíkar rannóknir).

 

MEÐHÖNDLUN geðsjúkdómua í samanburði við  meðhöndlun meltingarsjúkdóma

Rannsóknir hafa nú sýnt fram á að bæði forvarnir og meðhöndlun á geðrænum og taugatengdum sjúkdómum ættu fyrst og fremst að beinast að ástandi meltingarvegar og þarmaflóru (111220), á meðan meðhöndlun á meltingarsjúkdómum er árangursrík með tilliti til sálfræðilegrar nálgunar (10).   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Dýrasta brúðkaup ársins?

Í gær, 23:53 Rússneskur stjórnmálamaður að nafni Aleksey Shapovalov rataði í heimsfréttirnar fyrr á árinu þegar hann bað kærustu sinnar með 70 karata demants-giftingahring að virði tæpra milljarð íslenskra króna. Meira »

Heldur fram hjá með fyrrverandi

Í gær, 21:00 „Hann gerði sig að algjörum bjána þegar ég fann varalit á skyrtunni hans. Maður mundi halda að menn myndu fjarlægja sönnunargögnin en þarna var það. Þegar ég talaði við hann viðurkenndi hann að hafa sofið hjá henni. Hann dirfðist að segja að þau væru sálufélagar þó svo að þau væru bara búin að þekkjast í nokkrar vikur.“ Meira »

Þyngdin skiptir ekki máli

Í gær, 18:00 Jógakennarinn Maria Odugba er lífandi sönnun þess að það er ekki samansem merki að vera mjór og að vera í góðu formi. „Ég trúi því að allir eigi að vera heilbrigðir en það þýðir ekki að fólk þarf að vera grannt.“ sagði Odugba. Meira »

Svona þværðu hárið úti í geimnum

Í gær, 15:00 Geimfarinn Karen Nyberg sýnir fólki hvernig hún heldur hári sínu hreinu á meðan hún er í geimnum.   Meira »

Taka rassamyndir í nafni sjálfsástar

Í gær, 12:00 Listakonur frá Montreal í Kanada, Emilie Mercier og Frédérique Marsille, stofnuðu 1001 Fesses, sem þýðir 1001 rass á íslensku. Meira »

Klósettpappír nýtist ekki bara á klósettinu

Í gær, 09:00 Ef þú nennir ekki í ræktina er tilvalið að gera æfingar heima. Skortur á ræktartækjum er engin fyrirstaða þar sem vel má nota klósettpappír við æfingar. Meira »

Kennir hundunum um litla kynlífslöngun

í fyrradag „Kynlífslöngun okkar var aldrei á sömu bylgjulengdinni en síðustu fjögur ár hefur hann eiginlega ekki haft neinn áhuga á kynlífi. Hann kennir hundunum um.“ Meira »

Draumagarður í sinni tærustu mynd

Í gær, 06:00 Ertu að hugsa um að stækka pallinn eða gera garðinn ógleymanlegan? Garðurinn í kringum þetta meistarastykki ætti svo sannarlega að fá verðlaun, svo flottur er hann. Meira »

Lyftingar ekki bara fyrir fitness-stjörnur

í fyrradag Michelle Franklin missti 50 kíló með því að stunda lyftingar og breyta matarræðinu. Franklin sem er 51 árs gömul amma vill sýna fólki að lyftingar eru ekki aðeins fyrir fitness-stjörnur á Instagram. Meira »

Flottir veggir í piparsveinsíbúð

í fyrradag Flottir veggir og skandinavískur stíll einkenna glæsilega piparsveinsíbúð sem nýlega var tekin í gegn.   Meira »

Ásdís Rán vekur athygli í Bretlandi

í fyrradag Þyrlupróf Ásdísar Ránar hefur ekki bara ratað í fjölmiðla hérlendis, nýlega birti breska síðan Mail Online umfjöllun um Ásdísi og aðrar konur sem lagt hafa fyrir sig þyrluflug. Meira »

Staðan sem fullnægir konum

í fyrradag Kynlífssérfræðingur hefur látið í ljós bestu kynlífsstöðuna sem lætur konur oftast fá fullnægingu.  Meira »

Ætlaði ekki að vera sjúklingur allt sitt líf

í fyrradag Margrét Sigurðardóttir hefur misst 18 kíló á tæpum fjórum mánuðum án allra öfga. En Margrét sem glímir við vefjagigt og er með hjartasjúkdóm hefur þrisvar sinnum á nokkrum árum þurft að byrja frá grunni að taka sig í gegn. Meira »

Baldvin Jónsson 70 ára - MYNDIR

14.8. Það var glatt á hjalla á Hótel Borg þegar Baldvin Jónsson fagnaði 70 ára afmæli sínu í sól og blíðu síðasta laugardag.   Meira »

Skemmtilegt hlaupaplan Birgittu Lífar

14.8. Birgitta Líf Björnsdóttir, framkvæmdarstjóri Ungfrú Íslands og flugfreyja birti skemmtilegt hlaupaplan sitt og allra stelpnanna í RVK-fit á Trendnet fyrr á dögum. Meira »

Sex snyrtivörur sem má ekki nota daglega

14.8. Tímaritið Women's Health spjallaði við nokkra fagmenn í snyrti- og hárvörubransanum til þess að komast að því hvaða vörur skal forðast að nota daglega. Meira »

Guðdómlegt við Hringbraut

í fyrradag Við Hringbraut 48 stendur fallegt hús en í húsinu er 143 fm íbúð sem byggð var 1937. Steinþór Kára arkitekt hannaði endurbætur á íbúðinni í samráði við eigendur. Meira »

100 ára með bestu fegrunarráðin

14.8. Það er ekki hægt að finna mikið reyndari konur þegar það kemur að fegurðarráðum en þær sem hafa náð 100 ára aldri. Þess vegna spurði tímaritið Allure nokkrar hressar konur sem eru yfir 100 ára út í þeirra bestu ráð þegar það kemur að húðumhirðu og förðun. Meira »

Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

14.8. Rebekah Ceidro var að skoða Facebook þegar hún sá að vinnufélagi sinn, Chris Moore, hafði birt skilaboð um að hann vantaði nýtt nýra. Meira »

Nokkrar leiðir til að ná árangri í fjármálum

14.8. „Það dugar skammt að gera það sama aftur og aftur ef það hefur ekki skilað árangri fram að þessu. Þetta á einnig við um peningahegðun. Með öðrum orðum: ef núverandi peningahegðun hefur ekki skilað tilætluðum árangri – er kominn tími á breytingar,“ segir Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching, í sínum nýjasta pistli: Meira »