Telja sig hafa fundið lækningu við offitu

AFP

Offita er eitt stærsta heilsufarslega vandamál tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Um 500 milljónir mann þjást af offitu um allan heim og vandamálið kostar Bandaríkin um 26000 milljarða á ári hverju. Offita leiðir af sér marga aðra sjúkdóma eins og hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki tvö og krabbamein. Vísindamenn hafa nú leitt í ljós hvaða gen eru yfirleitt tengd við offitu. Niðurstöðurnar sýna fram á að ákveðið genasamband ræður því hvort líkaminn brenni fitu eða geymi hana. Með því að stjórna genasambandinu er búið að finna nýja nálgun á því hvernig er hægt að meðhöndla, koma í veg fyrir og lækna offitu.

Rannsóknin var framkvæmd í MIT og Harvard háskólunum í Bandaríkjunum. Hún var birt í New England Journal of Medicine.

„Það hefur yfirleitt verið litið á offitu sem orsök ójafnvægis á milli þess sem þú borðar og þeirrar hreyfingar sem þú stundar. Það sjónarhorn lítur fram hjá öllum þeim genum sem hafa áhrif á efnastarfsemi hvers og eins,“ segir Manolis Kellis sem framkvæmdi rannsóknina.

Gen sem kallast „FTO“ er oftast tengt við offitu. Margar rannsóknir hafa reynt að sína fram á að „FTO“ tengist heilanum og stjórni því hversu mikla matarlyst fólk hefur og hversu mikla hreyfuþörf það hefur. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna aftur á móti fram á að þetta gen vinnur einungis í fitufrumum án alls samstarfs við heilann.

Með því að stjórna genasambandinu er hægt að skipta á milli þess hvort líkaminn geymi fitu eða sói henni og þannig lækna fólk af offitu.

Grein Science Daily

Offita er vaxandi vandamál í heiminum.
Offita er vaxandi vandamál í heiminum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál