Svona heldur þú kílóunum í burtu

Góður svefn getur gert kraftaverk.
Góður svefn getur gert kraftaverk. mbl.is

Það getur verið erfitt að berjast við aukakílóin en stundum er jafnvel enn erfiðara að viðhalda þeim árangri sem maður hefur náð. Passaðu þig að fara ekki aftur í sama farið og áður en þú hófst átakið.

Siðan Mindbodygreen tók saman nokkur ráð sem hjálpa þér að viðhalda þeirri þyngd sem þú ert ánægð/ur með.

Fáðu nægan svefn

Með því að sofa í átta til níu tíma heldur þú efnaskiptunum gangandi og innbyrðir einnig færri hitaeiningar.

Stundaðu lyftingar

Með því að byggja upp vöðva heldur þú efnaskiptunum gangandi og heldur áfram að grennast. Ef þú hefur grennst gífurlega mikið eða mjög hratt á líkaminn það til að hægja á efnaskiptunum. Passaðu að lyfta alltaf nokkrum sinnum í viku og það heldur efnaskiptunum gangandi.

Passaðu upp á hvað þú setur ofan í þig

Rannsóknir hafa sýnt fram á að bakteríur í þörmum geta haft áhrif á þyngd fólks. Ef þú passar upp á það hvað þú setur ofan í þig er hægt að viðhalda réttu jafnvægi. Ekki gleyma einhverjum einum fæðuflokki. Góð næring í bland við réttar bakteríur gerir það auðveldara að halda kílóunum í burtu.

Leyfðu þér stundum eitthvað

Þó svo að það sé mikilvægt að vita hvaðan kalóríurnar koma er allt í góðu að leyfa sér stundum eitthvað gott. Passaðu upp á að vera ekki að innbyrða óþarfa kalóríur og fáðu þér til dæmis vatn í staðinn fyrir gos með matnum.

Njóttu líkamans

Lærðu að elska sjálfa/n þig og líkamann þinn. Þyngdin á sjálfsagt eftir að rokka eitthvað upp og niður en ef þú elskar líkamann þinn er auðveldara að halda sér í formi. Haltu þig við nýju heilbrigðu venjurnar og elskaðu sjálfa/n þig.

Drekktu vatn í staðinn fyrir gos með matnum.
Drekktu vatn í staðinn fyrir gos með matnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál