Fjögurra barna móðir ætlar að verða sykurlaus

Ásgerður Ósk Jakobssdóttir er fjögurra barna móðir í Vesturbænum. Hún …
Ásgerður Ósk Jakobssdóttir er fjögurra barna móðir í Vesturbænum. Hún ætlar að taka þátt í Sykurlausum september af fullum krafti. mbl.is/Styrmir Kári

Ásgerður Ósk Jakobsdóttir sem er fjögurra barna móðir í Vesturbænum ætlar að taka þátt í Sykurlausum september á Smartlandi Mörtu Maríu. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún prófar að henda sykrinum út og þegar við ræddum saman í gær hafði áskorunin gengið stórslysalaust fyrir sig. 

Hvers vegna langar þig að taka þátt í sykurlausri áskorun?

„Það er vegna þess að það er áskorun fyrir mig því ég er svo mikill nammigrís. Ég finn að sykurinn stjórnar pínulítið og ég vil hafa stjórnina sjálf. Ég borða mjög hollan mat dagsdaglega en svo koma kvöldin og þá tekur nammigrísinn stjórnina. Hann langar í eitthvað sætt eins og súkkulaði og gos. Nammigrísinn langar ekki í vínber eða epli. Stundum er ég bara allt of „góð“ við sjálfa mig. Eftir nammikvöld vakna ég hálfþreytt daginn eftir. Ég finna að sykurát tekur frá mér orku. En nú ætla ég að taka völdin í mínar hendur og stjórna þessu sjálf og ætla að taka sykurinn alveg út,“ segir Ásgerður.

Þegar Ásgerður er spurð út í sykurleysi sitt segist hún hafa prófað sykurleysi nokkrum sinnum áður.

„Fyrir nokkrum árum prófaði ég þetta fyrst og þá gekk það ekki vel. Þá var þetta mjög erfitt og ekki gaman. Ég fékk ekkert út úr þessu og entist í tvær til þrjár vikur. Svo prófað ég þetta í sumar aftur og náði að vera sykurlaus í fimm eða sex vikur og þá var þetta ekkert mál - þangað til ég féll.“

Á meðan á sykurlausu vikunum stóð borðaði Ásgerður mikið af sjeikum og passaði að nota engan sykur bara náttúruleg sætuefni eins og ávexti. Auk þess drakk hún mikið vatn. Hún segist hafa fundið mikinn mun bæði andlega og líkamlega og henni hafi sjaldan liðið betur.

„Ég var svo ánægð með mig. Það er svo gott fyrir mann að setja sér markmið og standa við það. Þetta var ótrúlega góð reynslu. Svo fór ég í frí og keypti lakkrísdós í Fríhöfninni og þar með var það búið. Svo fékk ég mér gos í fríinu og datt smám saman aftur í sama gamla farið.“

Hún segir að hún hafi ekki trúað því hvað hún fann mikinn mun á sér og svo vilji hún ekki síður vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín fjögur. Hún var því meira en til þegar Smartland Mörtu Maríu skoraði á hana að taka Sykurlausan september með trompi.

Í september munum við fylgjast með því hvernig sykurleysið gengur hjá Ásgerði.

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál