77% þeirra sem fara í megrunakúr þyngjast aftur

77% þeirra sem fara í megrunakúr þyngjast aftur
77% þeirra sem fara í megrunakúr þyngjast aftur mbl.is/Allure

„Ertu að hugsa um að byrja á nýjum megrunarkúr? Hugsaðu aftur. Því 77% þeirra sem hefja megrunarkúr þyngjast aftur eftir fyrstu vikuna og 33-66% sem fara í megrunarkúr enda með því að þyngjast um meira en áður en þau byrjuðu megrunarkúrinn,“ skrifar Júlía heilsumarkþjálfi í sinn nýjasta pistil.

Þyngdartap hefur ekkert að gera með viljastyrk

„Í nýlegum Ted fyrirlestri með Sandra Aamodt, segir hún frá hvernig hugurinn verður auðveldlega annars hugar. Hún talar um að heilinn hafi skoðun á því hvað þú ættir að vera þung og hafi ákveðið “set-point” eins og hún orðar fyrir ákveðna þyngdartölu sem heilinn er búinn að stilla sig inná og vill viðhalda, getur þetta “set-point” verið einhverstaðar á bilinu 5-10 kíló.“

„Ef þú missir of mörg kíló í einu bregst heilinn þannig við að hann telur þig vera að svelta þig og vöðvarnir þínir brenna minna af orku. Ef þú bætir á þig og ert lengi í hærri þyngdartölu en þú ert vön fer heilinn að breyta sínum svokallaða “set-point” og aðlagast nýrri þyngd. Þetta getur tekið nokkur ár, en því hærri sem “set-point-ið” þitt er því erfiðara verður að fara niður fyrir það og haldast í þeirri þyngd, þar sem heilinn leitast alltaf við að vera í því jafnvægi sem hann þekkir.“

„Þeir sem kunna að hlusta á líkamann eru minna líklegri til að þyngjast mikið eða hugsa stanslaust um mat.  En þeir sem nota aðeins viljastyrk eru líklegri til að hugsa stanslaust um næstu máltíð, borða yfir sig og þyngjast hratt.“

40 % þyngjast aftur

„Rannsókn sem Sandra sagði frá sýndi að 5 árum eftir megrunarkúr höfðu flestir þyngst um alla þá þyngd sem þeir misstu og 40% höfðu þyngst meira. Það virðist því vera þannig að þú ert líklegri til þess að þyngjast ennþá meira við að fara í megrunarkúr til lengri tíma litið heldur en að léttast.“

Lykillinn er að hlusta á líkamann

„Mikilvægt er að vera til staðar við máltíðina og gefa þér tíma, slökkva á öllum truflunum frá síma, tölvu eða sjónvarpi og borða þegar þú ert svöng/svangur og stoppa þegar þú ert orðin södd/saddur. Stór hluti þyngdaraukningar er þegar við borðum en erum ekkert svöng.  Því getur verið mikils virði að læra að skilja líkamann og merkin sem hann gefur.“

Pistil Júlíu má lesa í heild sinni á blogginu hennar.

Júlía Magnúsdóttir.
Júlía Magnúsdóttir. Ljósmynd/ Tinna Björt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál