Gefa börnum lífrænt epli allan september

Heilsuhúsið gefur börnum lífræn epli í september.
Heilsuhúsið gefur börnum lífræn epli í september.

Í september gefur Heilsuhúsið, í samstarfi við Fairtrasa, sem er dreifingaraðili lífrænna ávaxta, öllum krökkum sem koma í heimsókn lífrænt epli.

„Okkur er öllum annt um börnin okkar og við hjá Heilsuhúsinu viljum gjarnan leggja okkar að mörkum. Með þessu viljum við kynna lífræna ávexti fyrir unga fólkinu og stuðla að betri matarvenjum og bættri heilsu yngstu kynslóðarinnar“, segir Inga Kristjánsdóttir vörustjóri hjá Heilsuhúsinu.

„Við vitum að mikil sykurneysla barna er alls ekki af hinu góða en auðvitað verður þá eitthvað að koma í staðinn, flestir vilja geta notið þess að borða eitthvað sætt og gott og börnin eru þar engin undantekning.

Nú þegar haustar og rútína kemst á heimilislífið er lag að bæta matarvenjurnar og með þessu viljum við minna foreldra á hversu nauðsynlegt það er að bjóða börnunum daglega upp á ávexti og grænmeti. Lífrænt er auðvitað betra, spriklandi ferskt og laust við eiturefni.“

Inga segir að það sé mikilvægt að foreldrar axli ábyrgð á matarvenjum barna sinna.

„Við ráðleggjum foreldrum að vera með ávextina aðgengilega fyrir börnin, þannig að þau geti sjálf náð sér í. Flest börn eru duglegri við að borða ávexti ef flækjustigið er minnkað fyrir þau á þennan hátt og flestir krakkar elska það þegar foreldrarnir útbúa fyrir þau ávaxtadisk þegar þau koma heim úr skóla eða íþróttum. Börnin finna vel bragðmuninn á lífrænum og ólífrænum ávöxtum og þeim finnst líka gott að geta bitið beint í eplið, því lífrænt epli þarf ekki að flysja. Lífrænir ávextir eru það besta skólanesti sem hægt er að hugsa sér,“ segir Inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál