Heilsusamlegt fyrir súkkulaðifíkla

Kate Magic er á leið til Íslands!
Kate Magic er á leið til Íslands!

Einn frægasti hráfæðiskokkur heims, Kate Magic, kemur til Íslands í september þar sem hún mun halda tvö af sínum vinsælustu hráfæðisnámskeiðum.

Magic hefur pælt í hráfæði í 25 ár, bæði borðað það sjálf og kennt öðrum að feta sig á hráfæðisbrautinni. Hún afsannar þá kenningu að börn geti ekki lifað á hráfæði því hún hefur alið syni sína þrjá upp á sama fæði og hún borðar sjálf. Og hafa börnin ekki kvartað.

Hún hefur skrifað nokkrar frábærar bækur um hráfæði eins og Eat Smart Eat Raw, Raw Living and Raw Magic og er með námskeið og uppákomur um allan heim.

Drottning hráfæðissúkkulaðis er á leið til Íslands þar sem hún …
Drottning hráfæðissúkkulaðis er á leið til Íslands þar sem hún mun kenna réttu trixin.

Eins og fyrr segir verður hún með tvö námskeið á Íslandi. Annarsvegar Raw Chocolate Masterclass fyrir þá sem elska súkkulaði og vija læra að gera það hollt, gott og „raw“. Þar mun hún kenna fólki að búa til allskonar súkkulaði allt frá konfekti, trufflum að gómsætum súkkulaði kokum með ýmsu áhugaverðu „súperfæði“. Að sjálfsögðu munu námskeiðsgestir fá að borða herlegheitin.

Hitt námskeiðið er Easy Gourmet Raw þar sem hráfæði verður gert einfalt og á allra færi. Ef þú hélst að hráfæði þýddi langar klukkustundir í eldhúsinu að leggja í bleyti, spíra og setja í þurrkofna þá er þetta námskeið fyrir þig. Magic mun sýna hvernig hægt er að galdra fram „gourmet“ máltíðir á mettíma með lítilli fyrirhöfn og kostnaði.

Kate Magic hefur komið nokkrum sinnum til Íslands síðan 2007 en hér um árið kenndi hún undirritaðri að búa til hrátt súkkulaði sem var alveg sérstaklega ljúffengt. 

Lærðu að búa til ofurhollt súkkulaði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál