Finnur mikinn mun eftir 10 daga

Erla Björk Hjartardóttir.
Erla Björk Hjartardóttir.

Erla Björk Hjartardóttir, sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins, er að taka mataræðið föstum tökum. Í ljós hefur komið, eftir að kafað var dálítið djúpt ofan í mataræðið og allt það, að Erla Björk drakk óhóflega mikið af gosdrykkjum.

„Ég er heldur betur búin að taka til í mataræðinu hjá mér. Búin að henda út því sem ég hélt að ég elskaði ofsa mikið, já við erum að tala um Cola Light. Fór ekki í gegnum daginn nema drekka nokkrar dósir. Það fór varla annar vökvi inn í mig en Cola Light. Nú er ég ekki búin að drekka það í 10 daga og líður vel með það. Í alvöru hélt ég að ég mundi fara í fráhvörf, en svo er ekki eins og er,“ segir Erla Björk í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu.

„Eins er ég búin að snúa við öllum matarvenjum hér á heimilinu. Var örsjaldan með fisk, núna er búinn að vera fiskur 3x í viku. Mikið um salöt og kjúkling. Ég reyni að borða á 3ja til 4ja tíma fresti. Það reynist mér stundum erfitt, þar sem ég á það til að gleyma að borða millimálin. Ætla að reyna bæta það.

Ég fíla þennan lífsstíl í botn, er svo þakklát fyrir að hafa verið valin í þetta skemmtilega verkefni. Árangurinn er fljótur að sjást, bæði finn ég mun á fötunum mínum (ekki leiðinlegt) og eins sef ég betur og líður vel í eigin skinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál