Hefur fastað í tvö ár og er hætt því núna

Bára Hafsteinsdóttir er 53 ára og starfar hjá Lancome á …
Bára Hafsteinsdóttir er 53 ára og starfar hjá Lancome á Íslandi.

Bára Hafsteinsdóttir sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingunni hefur verið að vinna með 5:2 síðustu tvö ár. Hún ætlar að hætta því á meðan á þessum 12 vikum stendur. 

„Nú eru 2 fyrstu vikurnar á þessu 12 vikna ferðalagi að klárast og ótrúlegt en satt þá er ég enn á lífi. Nema hvað, ég er ekki fyrsta manneskjan sem fer í gegnum þetta ferli, en ég er bara svo heppin að hafa þennan stuðning. Þær stöllur Kolla, Marta og Lilja passa okkur eins og börnin sín og svo eru spariguggurnar svo miklar eðaldömur að það hálfa væri nóg. Lilja hefur ítrekað minnt mig á að borða meira og oftar en mér reynist svolítið erfitt að fylgja því. Síðustu 2 ár hef ég fastað 2svar í viku (5:2)og líður mjög vel með því en ég hugsa að ég setji það á „hold“ þessar 12 vikur,“ segir Bára Hafsteinsdóttir í sínum nýjasta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. 

„Ég er svo mikið að reyna að vanda mig í mataræðinu, sætindi og kökur eru ekki minn veikleiki, en salöt (þá meina ég mæjó), góð brauð, fallegur matur og kartöflur í ýmsum útfærslum úff ...hættu nú. Ég má auðvitað alveg borða fullt af góðum og fallegum mat en bara minna af öllu/flestu. Svo er annað... ég var svolítið búin að kvíða fyrir harðsperrunum en þetta er svo dásamlega gott/vont og svo er auðvitað foamflex rúllan mín alveg að standa sig. Ég finn líka þrekið aukast, fékk reyndar kvefpest og er búin að vera raddlaus í 4 daga en það er kannski bara gott fyrir ættingja og vini. Eitt að lokum, Vefja frænka hefur bara verið mjög stillt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál