9 ástæður fyrir því að fara í ræktina - strax í dag

Það borgar sig að stunda líkamsrækt reglulega.
Það borgar sig að stunda líkamsrækt reglulega. juliabuckley.co.uk

Flestir vita að líkamsrækt fylgja ýmsir jákvæðir kostir, en margir einblína þó enn á þyngdartap. Heilsurækt er ekki einungis vel til þess fallin að líta vel út, því öll viljum við vera hraust og í góðu formi.

Margir eru þó ekki allskostar með það á hreinu hvaða kosti reglubundin hreyfing hefur í för með sér, en vefsíðan Elite Daily hefur tekið saman nokkur atriði sem birtast hér að neðan.

Hún léttir þína lund

Að skella sér í ræktina, eða í góðan göngutúr, getur gert stórvirki fyrir skapið. Ýmis efni losna úr læðingi þegar þú hreyfir þig, sem gera það að verkum að þú verður kátari og afslappaðri.

Þú færð aukna orku

Þetta kann að hljóma fjarstæðukennt í fyrstu, en rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing gerir þig orkumeiri.

Þegar þú stundar líkamsrækt styrkir þú meðal annars hjarta og æðakerfið, ásamt vöðvum sem gerir það að verkum að líkaminn vinnur betur og afkastar meiru. Þegar líkaminn gengur eins og smurð vél hefur þú meiri orku yfir daginn.

Hreyfing hefur jákvæð áhrif á sjálfstraustið

Hvort sem þú trúir því eða ekki getur líkamsrækt stóraukið sjálfstraustið. Rannsóknir sýna að reglubundin hreyfing getur mjög fljótlega haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd fólks, óháð kyni, þyngd eða aldri.

Ef þú hreyfir þig utandyra færðu líka D-vítamín í kroppinn (að því gefnu að ekki sé myrkur úti).

Hún dregur úr kvíða

Þegar þú hreyfir þig losar heilinn úr læðingi ýmis gleðiefni sem geta dregið úr kvíða og haft jákvæð áhrif á þunglyndi. Til að áhrifanna gæti er ráðlagt að hreyfa sig reglulega.

Hún getur bætt minnið

Ertu að fara í mikilvægt próf, eða á fund?

Reglubundin líkamsrækt gerir það að verkum að heilinn á bæði auðveldara með að muna og læra nýja hluti.

Hún hefur góð áhrif á sköpunargáfuna

Ertu með ritstíflu? Gríptu hlaupaskóna þína og taktu svolítinn sprett úti.

Hreyfing hefur góð áhrif á sköpunargáfuna, en áhrifanna gætir í allt að tvær klukkustundir eftir að æfingu lýkur.

Hún getur komið í veg fyrir elliglöp

Rannsóknir gefa til kynna að reglubundin líkamsrækt, sérstaklega á árunum á milli 25 og 45 ára, getur dregið úr líkum á að þróa með sér elliglöp seinna á lífsleiðinni.  

Hún er góð fyrir fólkið í kringum þig

Rannsóknir hafa sýnt að flestir standa sig betur í þolprófum þegar þeir eru með ræktarfélaga sér við hlið.

Þar af leiðandi er bráðsnjallt að fara í göngutúr í hádeginu með samstarfsaðila, eða skella sér í ræktina með vini sínum að vinnu lokinni.

Þú ert líklegri til að mæta í ræktina ef þú ferð með einhverjum skemmtilegum, og því tilvalið fyrir báða aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál