5 ávanar sem geta stórbætt heilsuna

Að fá sér dökkt súkkulaði af og til er bæði …
Að fá sér dökkt súkkulaði af og til er bæði hollt fyrir líkama og sál. mbl.is/AFP

Flest erum við vanaföst, en það sem við höfum vanið okkur á er ekki endilega að gera okkur neinn greiða. Þess vegna er gott að skipta okkar gömlu, leiðu venjum út fyrir nýjar og betri sem við getum notið góðs af.

Á vef Elite Daily er að finna lista yfir hluti sem gott er að venja sig á. 

Farðu í göngutúr

Göngutúrar geta orðið ávanabindandi. Hvort sem þú kýst að vakna snemma og skella þér út áður en þú ferð í vinnu, eða bregða þér út í hádegishléinu, er ferska loftið og hreyfingin góð fyrir líkama og sál.

Best af öllu er auðvitað að draga einhvern sem þér þykir skemmtilegur með í göngutúrinn og nýta tímann í gott spjall.

Reglubundin hreyfing getur stuðlað að því að þú haldist í kjörþyngd, hún dregur úr líkum á hjartasjúkdómum og bætir skapið.

Mundu bara að teygja á eftir og drekka nóg vatn.

Drekktu þeytinga

Þú getur auðveldlega aukið inntöku þína á grænmeti og ávöxtum með því að fá þér þeyting. Það hljómar kannski ekki spennandi að borða heilan bolla af spínati, en ef þú blandar við spínatið kókosmjólk og svolitlum ananas ertu komin/n með drykk sem er algert sælgæti.

Svo má auðvitað leika sér með innihaldsefnin eins og mann lystir.

Spjallaðu við góðan vin

Að eiga góða stund með vini sínum þar sem gleði og hlátur eru við völd er ekki bara skemmtilegt. Það er beinlínis gott fyrir heilsu þína.

Gott spjall við skemmtilegan vin getur dregið úr streitu og orðið til þess að við verðum jákvæðari.

Skelltu þér á námskeið

Svo lengi lærir sem lifir. Það er gaman að læra nýja hluti, en það getur líka haft góð áhrif á heilann og orðið til þess að minnka líkur á elliglöpum seinna á lífsleiðinni. Síðan getur þú auðvitað eignast nýja vini.

Ef þú ert búin/n að vera að velta spennandi námskeiði fyrir þér, láttu þá verða af því.  Hvort sem það er námskeið í myndlist, viðskiptum eða bara hverju sem hugurinn girnist.

Gefðu þér tíma fyrir sjálfa/n þig

Vendu þig á að sinna sjálfri/um þér. Hvort sem þú kýst að slappa af í freyðibaði, lesa góða bók eða gæða þér á ljúffengu, dökku súkkulaði skaltu muna að taka frá tíma fyrir sjálfa/n þig.

Flest okkar erum við sammála um að andleg heilsa hefur áhrif á líkamlega heilsu. Þess vegna er mikilvægt að hlaða batteríin reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál