Erfiðara að halda sér í kjörþyngd núna

Rannsóknir benda til þess að það sé erfiðara að halda …
Rannsóknir benda til þess að það sé erfiðara að halda sér í kjörþyng í dag heldur en á árum áður. mbl.is/AFP

Samkvæmt frétt Telegraph hafa vísindamenn komist að því að fólk nú til dags þarf að hafa meira fyrir því að halda sér í kjörþyngd heldur en fólk af kynslóð foreldra þess.

Einstaklingar sem árið 2006 æfðu jafn mikið, og borðuðu sama fjölda hitaeininga og aðrir gerðu árið 1988, skoruðu að jafnaði 2,3 stigum hærra á BMI-stuðlinum.

Vísindamenn frá York-háskólanum í Toronto hafa leitt að því líkur að fleiri þættir en mataræði og hreyfing hafi áhrif á hækkandi BMI-stuðul fólks.

„Rannsóknir okkar benda til þess að fólki í kringum fertugt þurfi bæði að borða minna og hreyfa sig meira til þess að forðast þyngdaraukningu heldur en þeir sem voru fertugir árið 1971.“

Rannsóknin leiddi í ljós að einstaklingar sem borðuðu sama magn af mat voru 10% þyngri árið 2006 heldur en jafnaldrar þeirra árið 1971.

Þeir sem hinsvegar stunduðu jafn mikla líkamsrækt árið 2006 voru að jafnaði 5% þyngri en þeir sem stunduðu hreyfingu í jafn miklum mæli árið 1988.

Niðurstöðurnar benda til þess að það eitt að takmarka inntöku hitaeininga og hreyfa sig mikið sé ekki endilega jafn öflugt verkfæri í baráttunni við aukakílóin líkt og áður var talið.

Þyngdarstjórnun snýst um fleira heldur en hversu margar hitaeiningar maður innbyrðir á móti því hversu mörgum hitaeiningum maður síðan eyðir. Lífstíll og umhverfi, svo sem lyfjanotkun, streita og erfðir, hafa auk þess áhrif á þyngd fólks.

Rannsóknin gæti einnig varpað ljósi á ástæður þess að offita er vaxandi vandamál meðal fólks, en offita mun sennilega taka við af reykingum sem helsti áhættuþáttur krabbameins innan tíðar.

Rannsóknin var unnin úr gögnum sem safnað var á árunum 1971-2008, en nærri 36.400 manns tóku þátt í henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál