Þetta þurfa allir karlmenn að vita um tíðahringinn

Gott er að karlmenn kunni skil á tíðarhringnum.
Gott er að karlmenn kunni skil á tíðarhringnum. Skjáskot af Mindbodygreen.com

Tíðahringurinn er mörgum, ef ekki flestum karlmönnum hulin ráðgáta. Nicole Jardim, sem sérhæfir sig í áhrifum hormóna á heilsu fólks, tók saman pistil sem útskýrir tíðahringinn, og allt sem honum fylgir. Pistillinn birtist á vef Mindbodygreen og er tilvalinn til aflestrar fyrir grunlausa karlmenn. Að sjálfsögðu eiga ráðleggingar Jardim þó einnig fullt erindi til kvenna. 

Blæðingar

Að sögn Jardim má skipta tíðahringnum í nokkur stig sem öll hafa sín sérkenni. Fyrst ber að nefna blæðingarnar sjálfar.

Á fyrsta degi blæðinga minnkar magn prógesteróns í líkamanum til muna, hormónið er talið hafa hamlandi áhrif á kvíða og þess vegna getur lækkun á því orðið til þess að konur verði órólegar eða taugatrekktar. Á sama tíma minnkar magn estrógens sem gerir það að verkum að konur verða orkulausar og þreyttar.

Karlmenn: Hér gildir að vera ljúfur og góður, sýndu konunni þinni ástúð en vertu mjúkhentur, létt fótanudd eða örlítill koss á kinn er vel til þess fallinn að sýna ástúð sína í verki.

Hylkjastigið

Þetta stig fylgir í kjölfar blæðinganna. Heiladingullinn fer að framleiða hormón sem hefur áhrif á eggbúið í konum og býr þær undir egglos.

Magn estrógens og testósteróns í líkamanum eykst, sem hefur bæði í för með sér aukna orku og bætt skap. Bæði sjálfstraust og kynhvöt eykst.

Karlmenn: Atlot þín geta orðið ágengari, þétt faðmlög og djúpir og ástríðufullir kossar eiga vel við á þessu stigi. Ef þið þurfið að skipuleggja framtíðina er þetta rétti tíminn til að ræða slíkt við betri helminginn.

Egglos

Egg losnar úr eggjastokkunum, það mun lifa í 12-24 klukkustundir. Ef þú ert að reyna að verða ólétt er þetta rétti tíminn, ef ekki skaltu fara varlega.

Estrógen og testósterón er í hámarki. Sama á við um sjálfstraustið og konum þykir þær jafnan upp á sitt besta á þessum tíma. Þessi tími er frábær til að fara í atvinnuviðtöl, koma fram opinberlega eða bjóða einhverjum út á stefnumót.

Karlmenn: Þetta er vikan sem þið hafið verið að bíða eftir. Konan mun vera löðrandi í kynþokka og sjálfsöryggi. Þú munt vilja notfæra þér það. Segðu konunni þinni hversu kynþokkafull hún er eða gefðu henni vönd af uppáhaldsblómunum hennar. Skipuleggðu stefnumót, svo sakar ekki að klæmast svolítið. Hún mun eflaust kunna að meta þetta.

Gulbússtig

Fyrstu tveir dagarnir á þessu stigi minna mikið á tímabilið sem tilheyrir egglosinu. Það mun þó fljótlega breytast þegar magn estrógens og testósteróns minnkar og líkaminn fer að framleiða prógesterón. Eins og áður sagði er prógesterón kvíðahamlandi, líkt og náttúrulegt valíum. Konur verða afslappaðri og er þessi tími tilvalinn til að dútla í hreiðrinu, vinna heimilisverk eða sinna erindum sem safnast hafa upp.

Seinni hluti þessa skeiðs er mörgum konum þó afar erfiður, en margar konur upplifa fyrirtíðarspennu svo sem löngun í viss matvæli, höfuðverk, kvíða eða skapvonsku.

Hugsaðu vel um sjálfa þig, leyfðu þér að sofa út ef kostur er á því, borðaðu hollan mat og skelltu þér í róandi jógatíma.

Karlar: Orka konunnar þinnar hefur minnkað, og hún er ekki í stuði fyrir hamagang og læti. Hér gildir að vera nærgætinn og umhyggjusamur, mundu að konan þín gæti átt ögn erfiðara með að hafa hemil á tilfinningum sínum. Ekki taka það persónulega.

Þetta er ekki tíminn til að taka stórar ákvarðanir, eða ræða umdeild málefni. Skapaðu róandi andrúmsloft fyrir ykkur. Þetta er tími fyrir ró og næði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál