Auðvelt að vera feitur á Íslandi

Helga Reynisdóttir er ein af þeim sem tekur þátt í …
Helga Reynisdóttir er ein af þeim sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingunni.

Helga Reynisdóttir er ein af spriguggunum sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Hún segist strax vera farin að finna mikinn mun á fötunum sínum enda hefur hún staðið sig vel og meðal annars lagt uppáhaldsgosdrykkinn sinn á hilluna!

„Ég er að byrja hjá kírópraktor í Sporthúsinu í vikunni og vona svo innilega að ég fari að verða betri í kroppnum. Ég fór til hans Magna á föstudaginn og var tekin röntgenmynd þar sem gallar mínir leyndu sér ekki. Hann hvatti mig til að gera æfingar, fara í sjúkraþjálfun og mæta til sín, hugsa að þetta sé skothelt plan að verkjalausri og betri útgáfu af mér. 

Það sem ég hef veitt gaum á þessu ferðalagi mínu er hvað við Íslendingar erum rosalega miklir neytendur og látum auðveldlega stjórnast af auglýsingum. Þá eru freistingarnar við hvert fótmál, endalausar auglýsingar hvar sem við erum og hvert sem við förum. Úrvalið af skyndibita er endalaust og lúgusjoppurnar út um allt, ég var að reyna að fela mig fyrir þeim um daginn og held að bærinn minn Hafnarfjörður, hljóti að eiga heimsmet í að koma fyrir sem flestum skyndibitastöðum á sem minnstum landskika! Í sjálfsölum við sundlaugar og íþróttamiðstöðvar eru eintómt gos, sætindi og ís! Einhvern vegin finnst mér þetta ekki fara saman,“ segir Helga í sínum nýjasta pistli:

Það er mjög auðvelt að verða feitur á Íslandi, það er ekki skrýtið að við séum ein feitasta þjóð í heimi. Skammtastærðirnar fara stækkandi, sykri er troðið í allar matvörur og áður en við vitum af erum farin að setja einhvern óþverra í okkur og börnin okkar án þess að gruna það.

Ég hef verið að skoða leirtau að gamni og diskar eru orðnir svo stórir að ef að ég ætlaði mér að kaupa diska eða glös eins og mamma mín og pabbi notuðu þyrfti ég að kaupa mér barnaleirtau. Nú á dögunum birtist frétt á mbl.is þar sem rannsókn ein leiddi það í ljós mín kynslóð á erfiðara með að halda sér í kjörþyngd heldur en kynslóð foreldra minna, þrátt fyrir sömu matarvenjur og hreyfingu.

„Ein­stak­ling­ar sem borðuðu sama magn af mat voru 10% þyngri árið 2006 held­ur en jafn­aldr­ar þeirra árið 1971. Þyngd­ar­stjórn­un snýst um fleira held­ur en hversu marg­ar hita­ein­ing­ar maður inn­byrðir á móti því hversu mörg­um hita­ein­ing­um maður síðan eyðir. Lífstíll og um­hverfi, svo sem lyfja­notk­un, streita og erfðir, hafa auk þess áhrif á þyngd fólks.“

Þá hafa endalausar rannsóknir birst á undanförnum árum sem að sýna tengingu matarræðis og sjúkdóma eins og sykursýki, krabbameins og hjartasjúkdóma. Þetta er allavega nóg fyrir mig til þess að reyna hugsa betur um hvað ég og fjölskyldan mín setjum ofan í okkur.

Ég veit að það er auðvelt að segja þetta en þetta snýst allt saman um að byrja bara, bara byrja einhverstaðar! Það sem að gerist þegar að við hreyfum okkur að okkur líður betur, ósjálfrátt fer maður að hugsa betur um það sem að maður borðar en þetta helst allt í hendur. Áður en maður veit af er maður farinn að draga fjölskylduna með sér, í stað þess að fara í bíó og gúffa í sig gotteríi þá er maður farinn að fara í sund. 

Það er ekki nóg að hugsa bara um hvern líðandi dag og vera fastur í núinu þegar kemur að heilsusamlegum lífstíl, maður verður að hugsa til framtíðar. Það getur verið erfitt að grípa inn í þegar vandamálin eru komin og ætla að laga þau eftir á. Því á setning á myndinni hér vel við en reynum öll að gera eitthvað á hverjum degi sem að verður okkur og fólkinu okkar til góðs í framtíðinni, sama hvort það er að taka heilbrigðar ákvarðanir eða sýna náunganum kærleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál