„Er óhætt að stunda endaþarmsmök?“

Margt fólk vill prófa endaþarmsmök til að hressa upp á …
Margt fólk vill prófa endaþarmsmök til að hressa upp á kynlífið. pinterest.com

„Ég er í sambandi og mig langar að prófa endaþarmsmök. Er óhætt að stunda endaþarmsmök? Þarf ég að hafa áhyggjur eða er eitthvað sem ég þarf að vita?“ spyr bandarísk kona að nafni Gin.

 „Endaþarmsmök eru undir venjulegum kringumstæðum örugg, svo lengi sem þú gerir ákveðnar varúðarráðstafanir. Mörgum þykir endaþarmsmök vera spennandi leið til að hressa upp á samband sitt, þarna eru margir taugaendar sem gott er að örva,“ skrifar læknirinn Laura Berman á vefinn EverydayHealth.com.

„Áður en þú byrjar er þó mikilvægt að þú hafi ákveðinn skilning á endaþarminum. Hann, ólíkt píkunni, framleiðir ekkert náttúrulegt sleipiefni. Þetta eykur líkurnar á sársauka eða meiðslum. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa sleipiefni við höndina. Ég mæli líka með að nota smokk. Hann bætir upplifunina og ver ykkur einnig fyrir öllum sýklum. Hafðu einnig í huga að það er mælt gegn því að setja liminn beint inn í leggöng eftir að hann hefur verið í endaþarminum, vegna sýkla.“

„Láttu hann nota fingurinn áður“

Berman mælir svo með að byrjendur fari hægt í sakirnar. „Láttu hann nota fingurinn áður. Prófaðu það nokkrum sinnum þar til þér finnst þú vera tilbúin að fara alla leið. Hafðu líka í huga að það er mikilvægt að þú sért slök þegar þú stundar endaþarmsmök,“ útskýrir Berman og mælir til dæmis með að fá nudd frá makanum áður en í bólið er haldið.

„Það allra mikilvægasta: hlustaðu á líkamann og stoppaðu ef þú finnur fyrir sársauka.“

Langtímasambönd krefjast mikillar vinnu, bæði í bólinu og utan þess.
Langtímasambönd krefjast mikillar vinnu, bæði í bólinu og utan þess.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál