Transmaður með tíðir

Sawyer DeVuyst.
Sawyer DeVuyst. Skjáskot af Youtube

Sawyer DeVuyst hefur lifað sem transmaður í sjö ár. Í fimm af þessum árum fór hann á blæðingar, líkt og hann hafði gert frá því að hann var 12 ára, líkt og fram kemur í frétt Forbes.

„Flestar konur eiga í erfiðleikum með að tala um blæðingar sínar, en það er mun verra fyrir transmenn.“

„Hérna var ég að reyna að lifa lífinu sem transmaður, en fór engu að síður á blæðingar í hverjum mánuði. Ég var kannski staddur inni á karlaklósetti, umkringdur pissandi karlmönnum, að skipta um túrtappa. Það gerði óþægindin sem ég upplifði gagnvart líkama mínum enn verri.“

DeVuyst bendir einnig á að það sé ekki einungis neyðarlegt fyrir transmenn ef svo óheppilega vill til að það blæði í gegn. Það geti verið hættulegt, því blóðblettirnir hefðu hreinlega getað komið upp um hann.

„Það var beinlínis hættulegt fyrir mig að fara á blæðingar.“

Í hverjum mánuði notaðist DeVuyst við tíðartappa, fjöldann allan af nærbuxum og boxer-buxur til að tryggja að það myndi ekki blæða í gegn.

„Ég varð að ganga úr skugga um að enginn vissi að ég væri á blæðingum.“

Undirfataframleiðandinn THINX sendi nýlega frá sér nærbuxur fyrir fólk á blæðingum. Um boxer-buxur er að ræða, en stíllinn er hlutlaus og gerður til þess að höfða til hvaða kyngervis sem er. DeVuyst segir að markaðssetning buxnanna sé gríðarlega jákvæð.

„Þökk sé internetinu ná þessar myndir nú til fólks sem kannski þekkti ekki orðið „transgender“. Ljósmyndirnar sem sýna ör okkar á bringunni vekja fólk til umhugsunar, en þær sýna líka hvað það er sem gerir okkur falleg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál