Brjóstagjöf vörn gegn krabbameini

Brjóstagjöf er bæði holl fyrir móður og barn.
Brjóstagjöf er bæði holl fyrir móður og barn. mbl.is/AFP

Rannsóknir benda til þess að brjóstagjöf geti haft ýmislegt jákvætt í för með sér. Ekki aðeins eru konur sem hafa brjóstfætt börn sín í minni hættu á að þróa með sér krabbamein í brjóstum og eggjastokkum, heldur eru þær í minni áhættu að fá sykursýki 2 og liðagigt.

Tvær rannsóknir sem sýna fram á ágæti þess að hafa börn sín á brjósti birtust nýverið. Önnur þeirra birtist í Annals of Oncology, en samkvæmt henni dregur brjóstagjöf úr líkum á afar illvígri tegund brjóstakrabbameins. Hin birtist í Annals of Internal Medicine, en hún bendir til þess að brjóstagjöf  geti endurstillt efnaskipti kvenna eftir þungun, og þar af leiðandi komið í veg fyrir að meðgöngusykursýki verði viðvarandi vandamál.

„Mjólkurkirtlarnir eru vanþroska og ófærir um að sinna starfi sínu, það er að framleiða mjólk, nema að þeir gangi í gegnum fulla meðgöngu. Meðganga neyðir brjóstin til að vaxa úr grasi og fá sér vinnu,“ útskýrði dr. Marisa Weiss, höfundur annarrar skýrslunnar, í samtali við The New York Times.

Það þarf því ekki að undra að vísindamenn séu farnir að kalla brjóstagjöf fjórða stig meðgöngunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál