Svona ferð þú að því að léttast yfir hátíðarnar

Það er mögulegt að bæta ekki á sig yfir hátíðarnar.
Það er mögulegt að bæta ekki á sig yfir hátíðarnar. mbl.is/AFP

„Eitt sinn átti ég buxur númer 28. Þær komu sér vel yfir vetrarmánuðina þegar hátíðarhöldin gáfu mér afsökun fyrir því að hætta að hugsa um mataræðið, heldur vera bara feit og sætta mig við það.“

Svona hefst pistill Naomi Teeter á Mindbodygreen þar sem hún lýsir því hvernig henni tókst að léttast yfir hátíðarnar.

„Ég hóf ferðalag mitt í átt að léttara lífi nokkrum mánuðum fyrir jól. Ég hafði fullt af afsökunum á reiðum höndum sem ég hefði getað notað til að fría mig ábyrgð, en ég hélt mig engu að síður við áform mín.“

„Ég áttaði mig á því að ég gæti bæði lifaði heilsusamlegu lífi og tekið þátt í hátíðarhöldunum, bara í aðeins minna mæli.“

Megnið af máltíðunum mínum var hollt 
Þrátt fyrir að allir væru að belgja sig út af sörum og jólaöli þýddi það ekki að ég þyrfti að gera slíkt hið sama. Í 80% tilfella voru máltíðirnar mínar temmilega stórar og næringarríkar. Með því móti gat ég leyft mér kökusneið og heitt súkkulaði af og til.

Ég setti reglu um hvaða góðgæti ég mætti maula
Ég hafði hámað mig í gegnum fjöldann allan af hátíðarréttum, og hafði þar af leiðandi smakkað nánast allt sem smakkað verður.

Þar af leiðandi setti ég mér það markmið að láta aðeins eftir mér þegar góðgæti, sem ég hafði ekki smakkað fyrr, var á boðstólum. Þannig varð mun auðveldara að segja „nei takk“ þegar sama gamla jólakakan var borin fram í vinnunni.

Ég hætti að baka
Ég elskaði að baka, en varð þó að hætta því. Heilsan mín skipti mig meira máli heldur en að mega henda í brúnkur á síðkvöldum þegar löngunin í eitthvað sætt var alveg að fara með mig.

Ég borðaði einfaldan hátíðarmat
Það þarf ekki alltaf að bjóða upp á 15 rétta hlaðborð um jólin. Ég sætti mig við að smakka færri fæðutegundir í matarboðum, enda er minna oft meira.

Með því móti naut ég matarins betur, í stað þess að vera sífellt að velta fyrir mér hvernig maturinn sem ég kom ekki fyrir á diskinum bragðaðist.

Ég hreyfði mig á hverjum degi
Ég skal glöð játa að ég skemmti mér ekki á sérhverri æfingu. Það sem gerði gæfumuninn var að ég hélt mig við efnið.

Þegar ég mætti í ræktina á morgnana fann að ég var orkumeiri yfir daginn og ólíklegri til að láta eitthvert gotterí inn fyrir mínar varir.

Það er freistandi að belja sig út af sörum um …
Það er freistandi að belja sig út af sörum um jólin. mbl.is/Marta María
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál