Te fyrir ofurfallega húð

Góður tebolli er allra meina bót.
Góður tebolli er allra meina bót. mbl.is

Te er svo miklu meira en heitt glundur í bolla. Réttu laufin hafa nefnilega ýmsa góða kosti í för með sér, svo sem að vera slakandi, verja þig gegn kvefi, gefa þér aukna orku, og já – hægja á öldrun húðarinnar.

Mindbodygreen tók saman girnilegar upplýsingar um 7 tetegundir.

Kamillute
Kamillute er stútfullt af virka efninu quercetin sem er talið geta varið húðina fyrir sólarskemmdum. Það stuðlar einnig að góðum nætursvefni og dregur úr tíðaverkjum.

Fíflarót
Te úr fíflarót (e. dandelion root) er afar þvagræsandi. Auk þess hefur það góð áhrif á lifrina og meltinguna, sem aftur hefur góð áhrif á húðina.

Engiferrót
Seyði úr engiferrót hjálpar líkamanum að takast á við kvef, auðveldar honum að melta þungar máltíðir og er bólguhamlandi.

Grænt te
Grænt te er stútfullt af andoxunarefnum sem vinna gegn öldrun húðarinnar og geta jafnvel lagfært skemmdir að völdum útfjólublárra geisla sólar. Andoxunarefnið ECGC er jafnvel enn öflugra en E- og C-vítamín og er talið gera undur fyrir húðina.

Rauðrunnate
Rauðrunnate (e. roobios te) er stútfullt af andoxunarefnum, þeirra á meðal quercetin sem dregur úr líkum á krabbameini, hægir á öldrun húðar og inniheldur náttúrulegt andhistamín sem er gott fyrir þá sem þjást af ofnæmi.

Tulsi te
Te þetta kemur skikki á hormónabúskap líkamans. Gott er að blanda jurtinni saman við engifer, jasmín eða rósablöð.

Hvítt te
Hvítt te, líkt og fleiri tegundir er stútfullt af andoxunarefnum sem vinna gegn öldrun húðarinnar, en það hægir á niðurbroti kollagens og elastíni í húðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál