Konur krefjast góðs kynlífs í sambandinu

Fifty Shades of Grey-æðið hefur eflaust veitt mörgum innbla´stur þegar …
Fifty Shades of Grey-æðið hefur eflaust veitt mörgum innbla´stur þegar kemur að kynlífi. AFP

Konur eru líklegri til að hætta í sambandi ef kynlífið er slæmt. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum kynlífstækjaframleiðandans Lovehoney.

Richard Longhurst, einn eigandi Lovehoney, segir Fifty Shades of Grey-bækurnar hafa veitt mörgum konum aukið sjálfstraust. Hann telur að sífellt fleiri konur séu farnar að krefjast góðs kynlífs í sambandinu sínu. „Þetta eru góðar fréttir fyrir bæði konur og karlmenn.“

33% þeirra kvenna sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa hætt í sambandi þar sem þeim var ekki fullnægt kynferðislega. En um 20% karla kváðust hafa hætt í sambandi vegna slæms kynlífs.

Niðurstöðurnar leiddu einnig í ljós að aðeins 21% kvenna en 64% karla sögðust hafa fengið fullnægingu í fyrsta sinn sem þeir stunduðu kynlíf með einhverjum nýjum. Flestar konur sem tóku þátt sögðust eiga mun auðveldara með að fá fullnægingu með einhverjum sem þær væru í sambandi með. Þessu var greint frá á vef FemaleFirst.

Lovehoney selur hjálpartæki ástarlífsins.
Lovehoney selur hjálpartæki ástarlífsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál