Svona sleppur þú við sveppasýkinguna

Margar konur kannast við þann hvimleiða vanda að fá sveppasýkingar.
Margar konur kannast við þann hvimleiða vanda að fá sveppasýkingar. Skjáskot Prevention

Það er ekki alls ekki ánægjulegt að fá sveppasýkingu. Góðu fréttirnar eru þó þær að það má í flestum tilfellum koma í veg fyrir þennan hvimleiða gest með nokkrum einföldum ráðum, líkt og sjá má í pistli sem birtist á Prevention.

Vertu þurr
Samkvæmt lækninum Andrew Weil eru hiti og raki kjöraðstæður fyrir sveppi. Þess vegna er mikilvægt að skipta um þröngan, blautan eða svitastorkin fatnað eins fljótt og mögulegt er. Einnig er gott að velja nærbuxur úr bómullarefni, enda anda þær vel.

Forðastu sýklalyf
Sýklalyf drepa allar bakteríur, líka þær góðu sem hjálpa til við að halda sveppum í skefjum. Notaðu sýklalyf einungis þegar þú þarft nauðsynlega á þeim að halda og haltu þig við umrædda skammtastærð.

Farðu varlega með hreinlætisvörur
Hreinlætisvörur, svo sem sápa, raksápa og jafnvel ýmis sleipiefni geta haft slæm áhrif á gerlaflóruna þína. Veldu vörurnar af kostgæfni og notaðu sparlega.

Hugsaðu vel um þig
Streita hefur slæm áhrif á ónæmiskerfið þitt, sem aftur getur leitt til sveppasýkingar og alls kyns leiðinda. Hugsaðu vel um þig, til dæmis með því að hreyfa þig, stunda hugleiðslu og sofa nóg.

Gerðu breytingar á mataræðinu
Sveppir elska sykur. Dragðu úr neyslu á sykruðum mat og drykkjum, sem og unnum kornvörum. Þá er einnig gott að innbyrða sykurlausa jógúrt og hvítlauk.

Prufaðu bætiefni
Ef þú færð reglulega sveppasýkingar, þrisvar á ári eða oftar, ættir þú að íhuga að taka bætiefni sem inniheldur Lactobacillus. Rannsóknir sýna að þessar örverur stuðla að lágu PH-gildi í leggöngunum og koma þar með í veg fyrir sveppasýkingar.

Notaðu sveppaeyðandi lyf
Ef þú þjáist af þrálátum sveppasýkingum, fjórum sinnum á ári eða oftar, ættir þú að hafa samband við lækni. Hugsanlegt er að sveppaeyðandi lyf geti gagnast þér og komið í veg fyrir að sýkingin taki sig upp trekk í trekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál