Borðar allt að átta máltíðir á dag

Hafþór Júlíus Björnsson
Hafþór Júlíus Björnsson mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hafþór Júlíus Björnsson, sem einnig gengur undir nafninu Fjallið,  deilir ráðum með lesendum í nýju viðtali við tímaritið GQ.

Hafþór greinir einnig frá því hvernig hann hafi farið að því að verða svo stór sem raun ber vitni, en hann er tæp 180 kíló að þyngd.

„Ég var alltaf hærri en allir aðrir. Ég hef verið í íþróttum allt mitt líf en fór ekki að bæta á mig vöðvum fyrr en ég hætti í körfubolta.“

Hafþór segist borða sex til átta máltíðir á dag sem geti verið erfitt þegar hann er við tökur, en eins og flestir vita fer hann með hlutverk Gregor Clegane, eða Fjallsins, í þáttunum Game of Thrones.

„Ég þarf að borða á tveggja tíma fresti til að viðhalda vöðvamassanum  sem er ekki auðvelt þegar ég er við tökur, enda þarf ég að taka pásur reglulega.“

„Ég borða mikið af sætum kartöflum, mikið kjöt, fisk, góðar fitusýrur líkt og kókosolíu og möndlur. Ég elska grænmeti, eins og spínat, lárperur og spergilkál. Ég borða mjög hollan mat, svona yfir allt. Vegna þyngdar minnar þarf ég þó mikið af kolvetnum og borða því það sem mér sýnist.“

Myndband með ráðleggingum Hafþórs má sjá hér að neðan.

Hafþór segist borða allt að átta máltíðir á dag.
Hafþór segist borða allt að átta máltíðir á dag. Skjáskot Youtube
Magnús Ver Magnússon og Hafþór Júlíus Björnsson.
Magnús Ver Magnússon og Hafþór Júlíus Björnsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál