5 atriði sem mæla á móti safakúr

Ekki eru allir jafn hrifnir af detox-kúrunum svokölluðu.
Ekki eru allir jafn hrifnir af detox-kúrunum svokölluðu. mbl.is

2016 er nýgengið í garð og margir sem ætla aldeilis að taka á honum stóra sínum í ræktinni. Þess að auki eru þeir ófáir sem strjúka þaninn belginn, þjakaðir af af samviskubiti yfir hömlulausu átinu sem fylgdi hátíðunum, og lofa bót og betrun. Fyrir þá einstaklinga hljóma safakúrar, eða „detox“, kannski sem himnasending.

Næringarfræðingurinn Lauren Harris-Pincus er þó ekki á sama máli.

Kílóin koma aftur
Vissulega léttist fólk hratt þegar það tekur þátt í öfgafullri hreinsun, eða „detox-i“. „Hinsvegar er það oftast svo að kílóin eru fljót að skila sér þegar fólk fer að borða á ný, og það jafnvel fleiri en þau sem tapast á meðan hreinsuninni stendur,“ segir Harris-Pincus

Þér á eftir að líða ömurlega
Margir safakúrar hafa í för með sér minnkaða neyslu á hollri fitu og próteinum. Það getur haft getur haft slæm áhrif á taugaboðefni, stuðlað að skapsveiflum auk þess sem fólk verður að öllum líkindum þreyttara og orkuminna.

Þú tapar vöðvamassa
Annar ókostur við að hætta inntöku próteina er sá að þú munt að öllum líkindum tapa vöðvamassa þegar þú fastar. „Þegar þú svo þyngist í kjölfarið mun það líklega vera í formi aukinnar fitu,“ bendir Harris-Pincus á.

Þú ert ekki að afeitra líkamann
Sannleikurinn er sá að líkaminn þarf í raun og veru litla hjálp í þessum efnum. „Líkami okkar er hannaður til að hreinsa sig sjálfur. Lifrin og nýrun standa sig nefnilega vel í því að fjarlægja úrgangs- og eiturefni úr líkömum okkar.“ Harris-Pincus bendir einnig á að til þess að auðvelda líkamanum verkið sé gott að borða holla fæðu og gjarnan mikið af grænmeti, ávöxtum, hnetum, fræjum og baunum, auk þess að forðast viðbættan sykur og mikið unnin matvæli.

Það er dýrt
Safakúrar geta verið kostnaðarsamir, sér í lagi ef þú nýtir þér þjónustu fyrirtækja sem sérhæfa sig í slíkum kúrum.

Pistilinn í heild sinni má lesa á vef Prevention

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál